Innlent

Lokuðu Reykjanesbraut fyrir fólki á leið í flug

Aðgerðir vörubílstjóra halda áfram.
Aðgerðir vörubílstjóra halda áfram.

Margir tugir vörubíla lokuðu Reykjanesbraut í Kúagerði upp úr klukkan fimm í morgun og opnuðu ekki aftur fyrir umferð fyrr en um klukkan hálf sjö.

Langa bílalestir höfðu þá myndast, einkum í suðurátt, þar sem flugfarþegar voru í miklum meirihluta. Búast má við að brottför margra flugvéla tefjist af þessum sökum, enda lentu margar flugáhafnir í töfinni og eru rétt að komast til Keflavíkur núna.

Að sögn Sturlu Jónssonar talsmanns vörubílstjóranna var þáttaka í aðgerðinni framar öllum vonum og telur ahnn að hátt í hundrað vörubílstjórar hafi teki þátt í henni. Hann segir að aðgerðum sé hvergi nærri lokið, en vill ekki gefa upp næstu skref. Þá segir hann að fólk, sem lenti í töfinni hafi sýnt aðgerðinni mikinn skilning, enda sé óheyrilega hátt eldsneytisverð líka að bitna á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×