Innlent

Þrjátíu umferðaróhöpp á einum degi

Um þrjátíu umferðaróhöpp urðu frá hádegi í dag og fram að kvöldmat, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mest var um minniháttar árekstra að ræða og slasaðist enginn alvarlega. Að sögn lögreglumanns sem Vísir talaði við er ekki mikið um vanbúna bíla í umferðinni. Hins vegar virðast ökumenn óvanir að keyra í færð eins og þeirri sem hefur verið í dag og gæta þess ekki að hafa nægilega langt bil á milli bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×