Innlent

Sexmenningar fengu alls þrettán ár

Hæstiréttur dæmdi í dag sex unga karlmenn í rúmlega þrettán ára fangelsi samanlagt fyrir mikin fjölda brota sem þeir frömdu að miklu leiti undir áhrifum fíkniefna árið 2006 og 2007.

Þyngsti dómurinn yfir sexmenningunum var fjögur ár en sá vægasti sex mánuðir.

Sá sem fékk fjögur ár var fimmtán ára þegar hann framdi brot sín. Á meðal þess sem hann var dæmdur fyrir var að hafa slegið leigubílstjóra í höfuðið með hamri.

Að baki þessum fangelsisdómum liggur ótrúlgefur fjöldi brota. Til dæmis var einn sakborninganna dæmdur fyrir fyrir fjögur þjófnaðarbrot, eina tilraun til þjófnaðar, fjársvik með því að hafa framvísað greiðslukorti annars manns í viðskiptum í 27 skipti, þrjú rán, fimm nytjastuldi á bifreiðum, stórfelld eignaspjöll, fjögur fíkniefnabrot og eitt umferðarlagabrot.

Fyrir þessa brotahrinu fékk sakborningurinn þriggja ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×