Innlent

2500 teknir í tollinum í fyrra

MYND/Teitur

Tæplega 2500 manns voru gripnir í tollinum með of mikinn varning á síðasta ári og greiddu þeir rúmar 32 milljónir króna í sektir og aðflutningsgjöld.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn flokkssystur hans, varaþingsmannsins Rósu Guðbjartsdóttur. Samkvæmt reglugerð mega ferðamenn sem búsettir eru á Íslandi hafa með sér tollfrjálsan varning fyrir allt að 46 þúsund krónur en verðmæti hvers hlutar má ekki vera meira en 23 þúsund krónur.

Ráðherrra vísar í upplýsingar frá tollstjóranum á Akureyri, tollstjóranum í Reykjavík, tollstjóranum á Suðurnesjum og tollstjóranum á Seyðisfirði í svari sínu en þar kemur fram að langstærstur hluti hópsins, eða um 2400 manns, var gripinn á Keflavíkurflugvelli. Inni í þessum fjölda eru þeir sem einnig eru með ólöglega vöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×