Innlent

Þriggja bíla árekstur á Bústaðavegi

Þriggja bíla árekstur varð á Bústaðavegi nú fyrir hádegið. Einn farþegi var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en hann mun ekki hafa slasast alvarlega.

Tvo bíla þurfti að flytja á brott með kranabíl. Að sögn lögreglu hefur verið nokkuð um árekstra í borginni nú fyrir hádegið en ekkert alvarlegt óhapp hefur átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×