Innlent

Litháarnir bera af sér sakir í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur

Aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þriggja Litháa sem ákærðir eru fyrir líkamsárás gegn tveimur lögreglumönnum úr götuhóp fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Árásin var gerð þegar hópurinn var við skyldustörf á Laugavegi þann 11. janúar síðastliðinn.

Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á annan lögreglumanninn og sparkað og kýlt hann í hann ítrekað en slegið hinn annan ítrekað í andlitið.

Litháarnir neita allir sök eins og henni er lýst í ákæru og hafa hver af fætur öðrum borið af sér sakir í morgun. Nú er hlé á réttarhöldunum en þegar því er lokið verða teknar skýrslur af lögreglumönnunum sem urðu fyrir árás Litháanna.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×