Innlent

Konur í fyrsta sinn meirihluti skólastjóra

MYND/Stefán

Konur eru í fyrsta sinni meirihluti skólastjóra í grunnskólum, eða 95 konur á móti 89 körlum. Þetta leiðir samantekt Hagstofunnar í ljós.

Þar kemur einnig fram að starfsmönnum við kennslu fjölgaði um 21 á milli áranna 2006 og 2007 þrátt fyrir að nemendum hafi fækkað um 73 á sama tíma. Stöðugildum kennara fjölgaði jafnframt á þessu tímabili sem þýðir að hver kennari vinnur meira að meðaltali en áður.

Sérkennurum hefur fjölgað um 38 milli ára og skólastjórum hefur fjölgað um 11. Það vekur athygli að þrátt fyrir þessa aukningu hefur brottfall úr kennslu aukist milli ára, en 871 starfsmaður hætti eða fékk leyfi frá kennslu í október 2006 og október 2007.

Þetta er brottfall upp á 17,5 prósent en þess ber að geta, að brottfall er meira úr röðum þeirra sem ekki hafa kennsluréttindi eða eru í hlutastarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×