Himinn, haf og land 24. júlí 2008 06:00 Eitt af verkum Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur. Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Landsmót í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli á laugardag. Á sýningunni má sjá 24 olíumyndir af landslagi þar sem gjarnan mætast himinn, haf og land. Myndirnar eru margar málaðar með náttúruna í Fljótshlíðinni og nágrenni í huga þótt þær séu yfirleitt ekki af vandlega tilgreindum stöðum. Fljótshlíðin hefur löngum verið íslenskum myndlistarmönnum hugleikin. Fljótshlíðingurinn Nína Sæmundsson jók hróður Íslands víða um lönd. Ólafur Túbals í Múlakoti var kunnur listmálari og í Múlakoti dvöldu bæði Ásgrímur Jónsson og Gunnlaugur Scheving við listsköpun. Jóhannes Kjarval lagði einnig oft leið sína í Fljótshlíðina. Þá hefur Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, lengi haldið uppi merki sveitarinnar og rekið þar gallerí og frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er listakonan María Jónsdóttir. Sýningin Landsmót er níunda einkasýning Hrafnhildar Ingu en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis undanfarin ár. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum hennar í Gallery More North í New York. Hrafnhildur Inga er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Þá hefur hún stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs og dvalið að Skriðuklaustri og í Róm við nám og listsköpun. Sýningin Landsmót stendur til 24. ágúst. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Landsmót í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli á laugardag. Á sýningunni má sjá 24 olíumyndir af landslagi þar sem gjarnan mætast himinn, haf og land. Myndirnar eru margar málaðar með náttúruna í Fljótshlíðinni og nágrenni í huga þótt þær séu yfirleitt ekki af vandlega tilgreindum stöðum. Fljótshlíðin hefur löngum verið íslenskum myndlistarmönnum hugleikin. Fljótshlíðingurinn Nína Sæmundsson jók hróður Íslands víða um lönd. Ólafur Túbals í Múlakoti var kunnur listmálari og í Múlakoti dvöldu bæði Ásgrímur Jónsson og Gunnlaugur Scheving við listsköpun. Jóhannes Kjarval lagði einnig oft leið sína í Fljótshlíðina. Þá hefur Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, lengi haldið uppi merki sveitarinnar og rekið þar gallerí og frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er listakonan María Jónsdóttir. Sýningin Landsmót er níunda einkasýning Hrafnhildar Ingu en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis undanfarin ár. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum hennar í Gallery More North í New York. Hrafnhildur Inga er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Þá hefur hún stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs og dvalið að Skriðuklaustri og í Róm við nám og listsköpun. Sýningin Landsmót stendur til 24. ágúst.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“