Nýtt lag í stað plötu 19. október 2008 06:00 Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem var tekið upp í Danmörku. Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is. Á móti sól hefur hætt við útgáfu nýrrar plötu sem átti að koma út tíunda nóvember. „Við nenntum ekki að klára hana í næturvinnu og það spilar inn í að Magni er að jafna sig eftir aðgerð og verður að þegja í október," segir Heimir. Um magaaðgerð var að ræða vegna bakflæðis. „Raddböndin fá sýrubað á hverjum degi sem þykir ekkert sérstaklega gott," segir hann. Heimir segir að platan komi út annað hvort næsta sumar eða um jólin 2009. „Þetta var dálítið erfið ákvörðun en það þýðir ekkert að vera að horfa í það. Við hefðum auðveldlega getað klárað hana en ég veit að hún hefði ekki verið nógu góð." Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Á móti sól, sem var eingöngu með frumsömdu efni, kom út og eru aðdáendur sveitarinnar því orðnir langeygir eftir nýju efni. Þangað til geta þeir huggað sig við nýja lagið, auk þess sem annað til viðbótar er væntanlegt í janúar. Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is. Á móti sól hefur hætt við útgáfu nýrrar plötu sem átti að koma út tíunda nóvember. „Við nenntum ekki að klára hana í næturvinnu og það spilar inn í að Magni er að jafna sig eftir aðgerð og verður að þegja í október," segir Heimir. Um magaaðgerð var að ræða vegna bakflæðis. „Raddböndin fá sýrubað á hverjum degi sem þykir ekkert sérstaklega gott," segir hann. Heimir segir að platan komi út annað hvort næsta sumar eða um jólin 2009. „Þetta var dálítið erfið ákvörðun en það þýðir ekkert að vera að horfa í það. Við hefðum auðveldlega getað klárað hana en ég veit að hún hefði ekki verið nógu góð." Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Á móti sól, sem var eingöngu með frumsömdu efni, kom út og eru aðdáendur sveitarinnar því orðnir langeygir eftir nýju efni. Þangað til geta þeir huggað sig við nýja lagið, auk þess sem annað til viðbótar er væntanlegt í janúar.
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira