Tekur upp framhald Point Break 29. september 2008 06:00 Einn færasti kvikmyndatökumaður landsins mun starfa við framhald hasarmyndarinnar Point Break 2. Tökumaðurinn Óttar Guðnason hefur verið fenginn til að kvikmynda framhald hasarmyndarinnar Point Break sem skartaði Patrick Swayze og Keanu Reeves í aðalhlutverkum. Óttar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi annars ekki tjá sig um verkefnið að svo stöddu. Talið er að Hayden Christensen, sem sló í gegn sem Anakin í Star Wars-myndunum, verði í aðalhlutverkinu. Myndin gerist tuttugu árum á eftir þeirri fyrri og leikur Hayden brimbrettakappa og löggu sem kemst á slóðir glæpagengis. Tökur fara að mestu leyti fram á Bali síðar á árinu. Handritshöfundur verður W. Peter Iliff, sem samdi handritið að fyrri myndinni, en óvíst er hvort Swayze eða Reeves komi aftur við sögu. Leikstjóri myndarinnar, sem kallast Point Break:Indo, verður Jan De Bont sem á að baki myndir á borð við Speed, Twister og Tomb Raider 2. Óttar og Jan De Bont hafa unnið töluvert saman við auglýsingagerð undanfarin ár og gerðu þeir meðal annars saman auglýsingu fyrir Goodyear-dekkjaframleiðandann hér á landi. Upphaflega stóð til að Óttar tæki upp hasarmyndina Stopping Power í leikstjórn De Bont en henni hefur verið slegið á frest og í staðinn ætla þeir að einbeita sér að framhaldi Point Break. Óttar er einn færasti kvikmyndatökumaður Íslands. Á meðal verkefna hans í gegnum tíðina eru myndirnar A Little Trip to Heaven og Run for Her Life, báðar í leikstjórn Baltasars Kormáks. Sú síðarnefnda er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári, rétt eins og Point Break:Indo. Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Tökumaðurinn Óttar Guðnason hefur verið fenginn til að kvikmynda framhald hasarmyndarinnar Point Break sem skartaði Patrick Swayze og Keanu Reeves í aðalhlutverkum. Óttar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi annars ekki tjá sig um verkefnið að svo stöddu. Talið er að Hayden Christensen, sem sló í gegn sem Anakin í Star Wars-myndunum, verði í aðalhlutverkinu. Myndin gerist tuttugu árum á eftir þeirri fyrri og leikur Hayden brimbrettakappa og löggu sem kemst á slóðir glæpagengis. Tökur fara að mestu leyti fram á Bali síðar á árinu. Handritshöfundur verður W. Peter Iliff, sem samdi handritið að fyrri myndinni, en óvíst er hvort Swayze eða Reeves komi aftur við sögu. Leikstjóri myndarinnar, sem kallast Point Break:Indo, verður Jan De Bont sem á að baki myndir á borð við Speed, Twister og Tomb Raider 2. Óttar og Jan De Bont hafa unnið töluvert saman við auglýsingagerð undanfarin ár og gerðu þeir meðal annars saman auglýsingu fyrir Goodyear-dekkjaframleiðandann hér á landi. Upphaflega stóð til að Óttar tæki upp hasarmyndina Stopping Power í leikstjórn De Bont en henni hefur verið slegið á frest og í staðinn ætla þeir að einbeita sér að framhaldi Point Break. Óttar er einn færasti kvikmyndatökumaður Íslands. Á meðal verkefna hans í gegnum tíðina eru myndirnar A Little Trip to Heaven og Run for Her Life, báðar í leikstjórn Baltasars Kormáks. Sú síðarnefnda er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári, rétt eins og Point Break:Indo.
Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira