Forsala á nýjustu James Bond-myndina, Quantum of Solace, er hafin hér á landi á heimasíðunni midi.is. Myndin verður frumsýnd 7. nóvember og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Alls sáu 55 þúsund Íslendingar síðustu Bond-mynd, Casino Royale.
Quantum of Solace er beint framhald af Casino Royale og er þetta í fyrsta sinn sem sá háttur er hafður á hjá framleiðendum seríunnar. Hefst myndin örfáum mínútum eftir að Casino Royale lýkur, með yfirheyrslu Bond og M á Mr. White.
- fb
Forsala hafin á James Bond
