Innlent

Loðnuskip með mörg hundruð tonna kast við Skaftárósa

Loðnuskipið Aðalsteinn Jonsson fékk mörg hundruð tonna kast við Skaftárósa seint í gærkvöldi og er nú á heimleið til löndunar.

Hákon ÞH fann líka níu sjómílna langa og þétta torfu suður af landinu i gærkvöldi, en mátti ekki kasta á hana þar sem hann er búinn með sinn skammt og sömuleiðis Ingunn, sem fann loðnu austur af landinu í nótt.

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er á móts við Vestmannaeyjar á austurleikð til að kanna loðnun sem Hákon fann og Aðalsteinn Jónsson fékk afalnn úr. Áhafnir margra loðnuskipa bíða nú í startholunum og vonast til að veiðar verði leifðar á ný




Fleiri fréttir

Sjá meira


×