Innlent

Óánægðir tollverðir funda

Um 55 tollverðir á Keflavíkurflugvelli ætla að hittast í kvöld og fara yfir stöðu mála. Mikill kurr er í hópnum eftir að dómsmálaráðuneytið viðraði hugmyndir þess efnis að aðskilja lögreglu og tollgæslu á Suðurnesjum.

Aðeins eru 15 mánuðir síðan þeim var steypt saman en mikil ánægja var með þá aðgerð á meðal tollvarða. Nú á að breyta aftur en tollverðir óttast að við það verði tollvörðum fækkað.

Fundur tollvarðanna hefst klukkan 18 í kvöld en hann verður haldinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×