Innlent

Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí

Alþingi kemur saman í dag að loknu páskaleyfi. Á dagskrá er meðal annars utandagskrárumræða um ástand efnahagsmála að beiðni Guðna Ágústssonar formanns Framsóknarflokksins.

Þá mun forsætisráðherra kynna skýrslu um starfsemi Breiðavíkurheimilisins á árunum 1952 til 1979. Þingfundur hefst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og ekki er ólíklegt að efnahagsmálin komi þar við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×