Innlent

Segir Framsóknarflokkinn spilltan, ekki Óskar

Í svari við fyrirspurn sem Óskar Bergssonar, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram við upphaf borgarstjórnarfundar í dag vegna ummæla sem höfð voru eftir Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra í kvöldfréttum Sjónvarps í gær um að Framsóknarflokkurinn hefði gengið erinda auðmanna og verktaka þegar hann var í meirihluta í borginni, sagði Ólafur að hann hefði átt við flokkinn sjálfan en ekki borgarfulltrúann Óskar Bergsson.

Óskar bað þá borgarstjóra um rökstuðning eða sönnun en fékk ekki.

,Á þeim rúmu tveimur mánuðum frá því borgarstjórnarmeirihluti Ólafs F. Magnússonar tók við völdum í Reykjavíkurborg hefur borgarstjóri nú í þrígang veist að Framsóknarflokknum og fulltrúa hans í borgarstjórn með þeim hætti að eftir hefur verið tekið," sagði Óskar Bergsson við upphaf fundarins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×