Innlent

Olíuhreinsistöð rúmast ekki innan losunarkvóta

Rætt hefur verið um að olíuhreinsistöð rísi í Arnarfirði.
Rætt hefur verið um að olíuhreinsistöð rísi í Arnarfirði. MYND/Stöð 2

Losun olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum á gróðurhúsalofttegundum rúmast ekki innan losunarheimilda hér á landi samkvæmt skuldbindingum Íslands fyrir árin 2008-2010.

Þetta segir í svari Össurar Skarðhéðinssonar við fyrispurn Álheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri - grænna. Enn fremur segir í svarinu að því þyrfti annað tveggja að koma til, förgun/nýting koltvísýrings eða aðkeypt losunarheimild erlendis frá af hálfu framkvæmdaraðila.

Í svari ráðherra kemur fram að samkvæmt kynningu forsvarsmanna Íslensks hátækniiðnaðar á málþingi á Vestfjörðum 23. og 24. febrúar síðastliðinn sé gert ráð fyrir að stöð sem árlega vinnur úr 8 milljón tonnum af hráolíu losi um 560 þúsund tonn af koltvíoxíði á ári.

Í svarinu segir einnig að forsvarsmenn Íslensks hátækniiðnaðar hafi opinberlega upplýst um að baki verkefninu standi rússneskir og bandarískir fjárfestar úr olíuiðnaði í báðum löndum. Þeir hafa ekki verið nafngreindir og iðnaðarráðuneytið hefur ekki vitneskju um hverjir þeir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×