Innlent

Handteknir hálftíma eftir rán

Óprúttinn maður réðst með garðklippum inn í Kaskó verslun í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík um fimmleytið í dag og ógnaði starfsfólki.

Að sögn lögreglunnar komst maðurinn og félagi hans undan með eitthvað af peningum úr kassa. Tæpum hálftíma seinna handtók lögreglan tvo menn og kom annar þeirra saman við lýsingu, en fjármunir fundust ekki á þeim. Um klukkustund eftir að ránið var framið fann leitarhundur lögreglunnar svo peninga úr ráninu í poka skammt frá versluninni. Því lítur út fyrir að málið sé leyst, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Skammt er síðan að þrjú rán voru framin með sprautunálum í Breiðholtinu, en ekki er vitað hvort að Kaskó ránið tengist því.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×