Stofnandi Saving Iceland fyrir rétt á morgun 20. apríl 2008 16:57 Ólafur Páll Sigurðsson. MYND/Vilhelm Ólafur Páll Sigurðsson, stofnandi Saving Iceland, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun síðustu ár, verður kallaður fyrir Héraðsdóm Austurlands á morgun ákærður fyrir eignaspjöll. Í tilkynningu frá samtökunum segir að Ólafur sé ákærður fyrir að valda tjóni á lögreglubifreið en að í raun hafi ökumaður bifreiðarinnar ekið á Ólaf. „Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér," segir í tilkynningunni. „Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu." Meðlimir samtakanna segja að lögreglan hafi komið á bílnum til þess að áreita mótmælendur og ögra þeim. „Lögreglan ljósmyndaði mótmælendur úr kyrrstæðum bílnum þar sem þeir voru í biðröð fyrir utan matartjald. Lítill hópur fólks, þeirra á meðal Ólafur Páll, gekk í átt að lögreglubílnum. Skyndilega, og án nokkurrar viðvörunar, ók Arinbjörn snöggt og hratt í átt að Ólafi Páli og síðan á hann. Allir sem á horfðu undruðust að hann skyldi sleppa frá árásinni tiltölulega óskaddaður." Þá segir að Ólafur hafi lagt fram kæru vegna atviksins en að Ríkissaksóknari hafi lýst því yfir að ekki væri ástæða til að aðhafast í málinu. „Þrátt fyrir að allmörg borgaraleg vitni væru reiðubúin að bera vitni gegn lögreglunni var aldrei haft samband við þau til að gefa skýrslu. Ríkissaksóknari neitaði að hefja nokkra rannsókn á atviki því sem leitt hefði getað til dauða Ólafs Páls, nema auðvitað að tala við árásarmennina sem lögðu fram gagnákæru. Nú, tveim árum síðar, er málið tekið fyrir við héraðsdóm." Meðlimir Saving Iceland létu víða til sín taka síðasta sumar.MYND/365 Samtökin segja að ákæruvaldið krefjist þess að Ólafur Páll greiði fyrir skemmdir á bílnum og að honum verði refsað samkvæmt lögum. Þegar atvikið átti sér stað var enn í gildi yfir Ólafi Páli skilorðsdómur yfir Ólafi sem hann hlaut fyrir að sletta skyri á gesti á ráðstefnu í Reykjavík í júní 2005. „Af því leiðir að ef Ólafur Páll verður sekur fundinn um að hafa skemmt lögreglubílinn kann hann að verða hnepptur í fangelsi." Talsmaður Saving Iceland segir einnig í tilkynningunni að verði niðurstaða málsins sú að Ólafur Páll þurfi að sæta fangelsisvist verði hann „augljóslega pólitískur fangi íslenska ríkisins. Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að ímynda sér að þau geti leynt svo hneykslanlegri misbeitingu réttarfars fyrir alþjóðasamfélaginu." Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Ólafur Páll Sigurðsson, stofnandi Saving Iceland, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun síðustu ár, verður kallaður fyrir Héraðsdóm Austurlands á morgun ákærður fyrir eignaspjöll. Í tilkynningu frá samtökunum segir að Ólafur sé ákærður fyrir að valda tjóni á lögreglubifreið en að í raun hafi ökumaður bifreiðarinnar ekið á Ólaf. „Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér," segir í tilkynningunni. „Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu." Meðlimir samtakanna segja að lögreglan hafi komið á bílnum til þess að áreita mótmælendur og ögra þeim. „Lögreglan ljósmyndaði mótmælendur úr kyrrstæðum bílnum þar sem þeir voru í biðröð fyrir utan matartjald. Lítill hópur fólks, þeirra á meðal Ólafur Páll, gekk í átt að lögreglubílnum. Skyndilega, og án nokkurrar viðvörunar, ók Arinbjörn snöggt og hratt í átt að Ólafi Páli og síðan á hann. Allir sem á horfðu undruðust að hann skyldi sleppa frá árásinni tiltölulega óskaddaður." Þá segir að Ólafur hafi lagt fram kæru vegna atviksins en að Ríkissaksóknari hafi lýst því yfir að ekki væri ástæða til að aðhafast í málinu. „Þrátt fyrir að allmörg borgaraleg vitni væru reiðubúin að bera vitni gegn lögreglunni var aldrei haft samband við þau til að gefa skýrslu. Ríkissaksóknari neitaði að hefja nokkra rannsókn á atviki því sem leitt hefði getað til dauða Ólafs Páls, nema auðvitað að tala við árásarmennina sem lögðu fram gagnákæru. Nú, tveim árum síðar, er málið tekið fyrir við héraðsdóm." Meðlimir Saving Iceland létu víða til sín taka síðasta sumar.MYND/365 Samtökin segja að ákæruvaldið krefjist þess að Ólafur Páll greiði fyrir skemmdir á bílnum og að honum verði refsað samkvæmt lögum. Þegar atvikið átti sér stað var enn í gildi yfir Ólafi Páli skilorðsdómur yfir Ólafi sem hann hlaut fyrir að sletta skyri á gesti á ráðstefnu í Reykjavík í júní 2005. „Af því leiðir að ef Ólafur Páll verður sekur fundinn um að hafa skemmt lögreglubílinn kann hann að verða hnepptur í fangelsi." Talsmaður Saving Iceland segir einnig í tilkynningunni að verði niðurstaða málsins sú að Ólafur Páll þurfi að sæta fangelsisvist verði hann „augljóslega pólitískur fangi íslenska ríkisins. Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að ímynda sér að þau geti leynt svo hneykslanlegri misbeitingu réttarfars fyrir alþjóðasamfélaginu."
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira