Innlent

19 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag

Frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fyrr í dag.
Frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fyrr í dag. MYND/sg

Nítján umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi í dag, eða frá klukkan sjö í morgun. Árekstrarnir og útafakstur eru að mestu vegna hálku og slæmrar færðar.

Í morgun valt fólksbíll við Gullinbrú í Reykjavík. Þá ók jeppi útaf á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Bifreiðin lenti á hlið ofan í skurði og var tekin með kranabíl. Engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×