Yfirlitssýning um Gylfa 1. nóvember 2008 05:00 Endurvinnsla Gylfa á Fjallamjólk eftir Kjarval. Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners. Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 langt fyrir aldur fram aðeins 65 ára að aldri. Sýningin er haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum sem hóf sýningarhald sitt í Ásmundarsal, en kom í hópinn úr annarri átt. Gylfi var, eins og Jón Gunnar Árnason, iðnaðarmaður að mennt, trésmiður, en hafði frá unga aldri lifandi og sterkan áhuga á myndlist. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og hélt sína fyrstu sýningu 1971 en hafði þá vakið athygli fyrir teikningar sínar. Gylfi hélt fjölda einka- og samsýninga frá 1971, kenndi teikningu, stjórnaði sýningum og rak gallerí, myndskreytti bækur og blöð og hannaði leikmyndir. Hann skrifaði gagnrýni í dagblöð og annaðist þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp ásamt handritaskrifum og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Gylfi var einn af höfundum verksins Kjarval sem Nesútgáfan gaf út á síðasta ári og fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Gylfi var áberandi í miðborgarlífi Reykjavíkur, einn af föstum póstum í því mannlífi sem þar þreifst. Það var hægt að ganga að honum vísum á sínum stað í kaffihúsalífinu og hann bjó í borginni miðri, í Skólastræti ofan við gömlu Bakarabrekkuna. Hann hafði enda alið aldur sinn allan á þeim slóðum, fjölfróður um líf borgarinnar, ávallt vakandi um velferð samfélagsins sem ól hann. Myndlist hans bar líka pólitískan blæ, sem kemur skýrt fram í frægri endurvinnslu hans á verki Kjarvals hér að ofan, en Kjarval var sá meistari sem hann dáði mest. Á sýningunni eru sýndar teikningar, þrívíddarverk, myndskreytingar og málverk. Í dag kemur út vegleg bók um listamanninn með texta eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Hjálmar Sveinsson. Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur). Þeir félagar, Hjámar og Goddur verða með sýningarleiðsögn næstu sunnudaga kl. 15 en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17 og sýningunni lýkur 23. nóvember. - pbb Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners. Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 langt fyrir aldur fram aðeins 65 ára að aldri. Sýningin er haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum sem hóf sýningarhald sitt í Ásmundarsal, en kom í hópinn úr annarri átt. Gylfi var, eins og Jón Gunnar Árnason, iðnaðarmaður að mennt, trésmiður, en hafði frá unga aldri lifandi og sterkan áhuga á myndlist. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og hélt sína fyrstu sýningu 1971 en hafði þá vakið athygli fyrir teikningar sínar. Gylfi hélt fjölda einka- og samsýninga frá 1971, kenndi teikningu, stjórnaði sýningum og rak gallerí, myndskreytti bækur og blöð og hannaði leikmyndir. Hann skrifaði gagnrýni í dagblöð og annaðist þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp ásamt handritaskrifum og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Gylfi var einn af höfundum verksins Kjarval sem Nesútgáfan gaf út á síðasta ári og fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Gylfi var áberandi í miðborgarlífi Reykjavíkur, einn af föstum póstum í því mannlífi sem þar þreifst. Það var hægt að ganga að honum vísum á sínum stað í kaffihúsalífinu og hann bjó í borginni miðri, í Skólastræti ofan við gömlu Bakarabrekkuna. Hann hafði enda alið aldur sinn allan á þeim slóðum, fjölfróður um líf borgarinnar, ávallt vakandi um velferð samfélagsins sem ól hann. Myndlist hans bar líka pólitískan blæ, sem kemur skýrt fram í frægri endurvinnslu hans á verki Kjarvals hér að ofan, en Kjarval var sá meistari sem hann dáði mest. Á sýningunni eru sýndar teikningar, þrívíddarverk, myndskreytingar og málverk. Í dag kemur út vegleg bók um listamanninn með texta eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Hjálmar Sveinsson. Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur). Þeir félagar, Hjámar og Goddur verða með sýningarleiðsögn næstu sunnudaga kl. 15 en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17 og sýningunni lýkur 23. nóvember. - pbb
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira