Lífið

Ísland komst áfram!

sev skrifar
Friðrik Ómar og Regina þóttu standa sig vel.
Friðrik Ómar og Regina þóttu standa sig vel.

Eurobandið kom, sá, og söng sér leið inn í hug og hjarta Evrópu í undankeppni Evróvisjón í kvöld. Þau Regína og Friðrik Ómar voru fyrst á svið, sem almennt er talið óheillamerki í keppnum sem þessum, en voru enga að síður meðal tíu efstu, og öðlast því þáttökurétt fyrir hönd Íslendinga í aðalkeppninni á laugardag.

Undankeppnin í kvöld þótti mun sterkari en sú sem var á þriðjudag, og má afrek Eurobandsins því teljast stórt.

Þær þjóðir sem komust í undankeppnina ásamt okkur voru Úkraína, Króatía, Albanía, Georgía, Danir, Svíar, Lettland, Tyrkland og Portúgal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×