Innlent

Hans Petersen stofnar ljósmyndaskóla

Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdarstjóri HP Farsímalagersins.
Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdarstjóri HP Farsímalagersins. Mynd. Hörður

HP Farsímalagerinn ehf. sem rekur verslanir Hans Petersen og Farsímalagersins hefur sett á fót Ljósmyndaskóla Hans Petersen sem er staðsettur á netinu.

Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri HP Farsímalagersins segir að markmið skólans sé að kenna undirstöðu í ljósmyndavinnslu bæði fyrir áhugafólk um ljósmyndun og eins þeirra sem hyggja á frekara nám í ljósmyndavinnslu.

Kennd eru undirstöðuatriði í myndvinnsluforritum á borð við Photoshop auk almenns og ítarlegs kennsluefnis í ljósmyndun svo og kennsla í notkun einstakra myndavéla.

Ólafur Kristjánsson er skólastjóri Ljósmyndaskóla Hans Petersen en Ólafur, (Óli tölva), er löngu orðinn landsþekktur fyrir að miðla þekkingu sinni á tækjum og tækni í sjónvarpsþættinum: Ísland í bítið, á Stöð 2 og í morgunútvarpinu á Bylgjunni.

Ólafur var kennari í NTV (Nýja Tölvu og Viðskiptaskólanum) og skólastjóri og kennari í Tölvuskólanum Þekking.

Allir geta og mega. Hægt er að skrá sig í skólann á www.hanspetersen.is og fá nemendur þannig 12 mánaða ótakmarkaðann aðgang að ítarlegu kennsluefni í ljósmyndavinnslu. Nemendur geta þannig komið og farið í skólann þegar þeim hentar.

Hans Petersen var formlega stofnað 27. desember 1907. Frá því Hans Petersen hóf sölu á ljósmyndavörum hefur kennsla og námskeið á tækin verið órjúfanlegur hluti af starfsemi fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×