Innlent

Tvær konur slasaðar eftir umferðaróhapp

Tvær ungar konur slösuðust þegar bíll þeirra fór út af veginum á móts við bæinn Gröf í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi.

Bíllinn steyptist niður sex metra háan vegkantinn og stakkst þar inn í barð og var höggið mikið. Konurnar voru fluttar á sjúkrahúsið á Akureyri og eru þar enn. Hvorug er þó lífshættulega slösuð. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×