Innlent

Mannrán í Breiðholti um miðnætti

Mannrán var framið í Hólahverfi í Breiðholti í Reykjavík rétt upp úr miðnætti. Bíl var ekið upp að manni sem var þar utan dyra og stökk maður út úr honum.

Hann barði manninn og hrinti honum inn í bílinn þar sem tveir menn voru fyrir og var svo ekið á brott á mikilli ferð. Vitni sáu bílnúmerið og hringdu í lögreglu, sem stöðvaði bílinn skömmu síðar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Þar var gíslinn frelsaður en mennirnir þrír handteknir.

Þeir voru ódrukknir og hafa verið í yfirheryslum í alla nótt. Ekki liggur enn fyrir hvað þeim gekk til með þessu eða hvert þeir ætluðu með gíslinn, sem var frelsinu feginn. Hann hlaut einhverja áverka og leitaði læknis eftir skýrslutöku í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×