Innlent

Könnun Reykjavík síðdegis: Samfylkingin með 44% í Reykjavík

Könnun sem dægurmálaþáttur Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis, framkvæmdi hér á Vísi sýnir að 44% þeirra sem tóku þátt myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið yrði nú.

Spurt var: Ef gengið yrði til kosninga í Reykjavík nú, hvaða flokk myndirðu kjósa? 2500 manns tóku þátt.

23% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 12% Vinstri græna, 6% Framsóknarflokkinn og 3% Frjálslynda.

9% þeirra sögðust myndu skila auðu og 3% voru óákveðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×