Innlent

Björgvin leitar til ESB um ráðleggingar í samkeppnismálum

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er hér með Neelie Kroes, framkvæmdastjóra á sviði samkeppnismála ESB.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er hér með Neelie Kroes, framkvæmdastjóra á sviði samkeppnismála ESB.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lýkur í dag heimsókn sinni til Brussel og Lúxemborgar þar sem hann hefur fundað með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins.

Í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu segir að meðal þeirra sem Bj-örgvin hafi fundað með sé Neelie Kroes, framkvæmdastjóra á sviði samkeppnsimála. Hún hefur þegið boð Björgvins um að koma til Íslands í júlí og taka þátt í ráðstefnu um samkeppnismál.

Þá tók ráðherrann þátt í morgunverðarfundi um stefnu ESB í neytendamálum og heimsótti skrifstofu EFTA og ESA í Brussel. Enn fremur heimsótti ráðherrann höfuðstöðvar íslenskra banka í Lúxemborg. Heimsókninni lauk með óformlegum fundi í boði sendiherra Íslands með háttsettum embættismönnum og sérfræðingum á sviði gjaldmiðlamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×