Sjálfstæðismenn sakaðir um tvöfeldni í útrásarmálum 23. janúar 2008 14:35 MYND/Pjetur Sjálfstæðismenn voru gagnrýndir fyrir tvöfeldni í orkumálum og öðrum málum í umræðum um fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Valgerður inntir Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra eftir því hvort hann hygðist draga fyrirtækin Landsvirkjun og Rarik, sem eru að fullu í eigu ríkisins, út úr útrásarverkefnum sem þau taka þátt í í samstarfi við einkaaðila, svo sem Landsbanka Íslands hf. Vísaði Valgerður til REI-málsins svokallaða og þeirra yfirlýsinga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hefði þá eindregnu afstöðu að opinber fyrirtæki ættu ekki að vera í áhætturekstri með einkafyrirækjum. Fjármálaráðherra benti á að í stefnuyfirlýsinginu ríkisstjórnarinnar væri kveðið á um að leysa ætti krafta einkaframtaksins til þess að orkuútrásin gæti eflst. Sagði Árni meginatriðið að rétt væri staðið að málum. Fram kom í svari hans að stofnað hefði verið félagið Landsvirkjun Power á síðasta ári en inn í það hefðu verið flutt verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar. Félagið ynni að orkuútrás og hefði um 40 starfsmenn á sínum snærum. Þá sagði fjármálaráðherra að Rarik hefði þreifað fyrir sér á erlendri grundu og hefði séð tækifæri í hönnun og virkjanastjórnun í Noregi sem fyrirtækið kæmi nú að ásamt einkaaðilum. Ekki stæði til að draga Landsvirkjun og Rarik út úr þessum verkefnum. Valdagírugur hentistefnuflokkur Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði þingmenn hafa orðið vitni að dæmalausri tvöfeldni Sjálfstæðisflokksins og hann stæði ekki lengur undir nafni sem lýðræðisflokkur. Hann væri valdagírugur hentistefnuflokkur sem segði eitt á Alþingi en annað í borgarstjórn. Sagði Álfheiður að það hefði verið niðurlægjandi að fylgjast með valdabrölti sjálfstæðismanna í borginni þar sem valdinu hefði verið misbeitt og meirihluti myndaður með blekkingum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það ekki ganga að stærsti stjórnmálaflokkuri landsis væri með tvær stefnur orkumálum og Siv Friðleifsdóttir, flokkssystir hans, spurði hvernig það gæti farið saman að segja í borginni að það væri fráleitt að fara í útrás en en það væri í lagi hjá ríkinu. Sagði Siv þetta algjöra mótsögn. Þá sakaði Siv sjálfstæðismenn um að beita blekkingum í borgarstjórnarmálum á síðustu dögum. Valgerður Sverrisdóttir fyrirspyrjandi sagðist sammála ráðherra að orkufyrirtækin gætu komið að útrás og það hefði með þessu máli sannast enn frekar að klúður síðasta árs hafi verið frammistaða sjálfstæðismanna í REI-málinu. Spurði Valgerður hvort það gæti verið að það væri ekki sama hver samstarfsaðilinn væri í útrásarmálum, það væri allt í lagi að vinna með Landsbankanum en ekki öðrum tilteknum aðilum. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Sjálfstæðismenn voru gagnrýndir fyrir tvöfeldni í orkumálum og öðrum málum í umræðum um fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Valgerður inntir Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra eftir því hvort hann hygðist draga fyrirtækin Landsvirkjun og Rarik, sem eru að fullu í eigu ríkisins, út úr útrásarverkefnum sem þau taka þátt í í samstarfi við einkaaðila, svo sem Landsbanka Íslands hf. Vísaði Valgerður til REI-málsins svokallaða og þeirra yfirlýsinga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hefði þá eindregnu afstöðu að opinber fyrirtæki ættu ekki að vera í áhætturekstri með einkafyrirækjum. Fjármálaráðherra benti á að í stefnuyfirlýsinginu ríkisstjórnarinnar væri kveðið á um að leysa ætti krafta einkaframtaksins til þess að orkuútrásin gæti eflst. Sagði Árni meginatriðið að rétt væri staðið að málum. Fram kom í svari hans að stofnað hefði verið félagið Landsvirkjun Power á síðasta ári en inn í það hefðu verið flutt verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar. Félagið ynni að orkuútrás og hefði um 40 starfsmenn á sínum snærum. Þá sagði fjármálaráðherra að Rarik hefði þreifað fyrir sér á erlendri grundu og hefði séð tækifæri í hönnun og virkjanastjórnun í Noregi sem fyrirtækið kæmi nú að ásamt einkaaðilum. Ekki stæði til að draga Landsvirkjun og Rarik út úr þessum verkefnum. Valdagírugur hentistefnuflokkur Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði þingmenn hafa orðið vitni að dæmalausri tvöfeldni Sjálfstæðisflokksins og hann stæði ekki lengur undir nafni sem lýðræðisflokkur. Hann væri valdagírugur hentistefnuflokkur sem segði eitt á Alþingi en annað í borgarstjórn. Sagði Álfheiður að það hefði verið niðurlægjandi að fylgjast með valdabrölti sjálfstæðismanna í borginni þar sem valdinu hefði verið misbeitt og meirihluti myndaður með blekkingum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það ekki ganga að stærsti stjórnmálaflokkuri landsis væri með tvær stefnur orkumálum og Siv Friðleifsdóttir, flokkssystir hans, spurði hvernig það gæti farið saman að segja í borginni að það væri fráleitt að fara í útrás en en það væri í lagi hjá ríkinu. Sagði Siv þetta algjöra mótsögn. Þá sakaði Siv sjálfstæðismenn um að beita blekkingum í borgarstjórnarmálum á síðustu dögum. Valgerður Sverrisdóttir fyrirspyrjandi sagðist sammála ráðherra að orkufyrirtækin gætu komið að útrás og það hefði með þessu máli sannast enn frekar að klúður síðasta árs hafi verið frammistaða sjálfstæðismanna í REI-málinu. Spurði Valgerður hvort það gæti verið að það væri ekki sama hver samstarfsaðilinn væri í útrásarmálum, það væri allt í lagi að vinna með Landsbankanum en ekki öðrum tilteknum aðilum.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira