Engar ákvarðanir verið teknar um breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs 23. janúar 2008 15:41 MYND/GVA Deilt var um það á Alþingi í dag hvort sjálfstæðismenn hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs og hver staða hans yrði til frambúðar. Það var Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vakti athygli á nýrri könnun á afstöðu almennings til sjóðsins. Þar hefði komið fram afgerandi stuðningur við sjóðinn og að hann myndi starfa áfram í óbreyttri mynd. Taldi hann rétt að ræða málið þar sem óvissa væri um stöðu sjóðsins til framtíðar. Innti hann Guðbjart Hannesson, formann félagsmála- og tryggingamálanefndar, eftir skoðun hans á sjóðnum, hvort hann vildi líkt og hægri menn, sem hefðu horn í síðu sjóðsins, breyta hlutverki hans eða leyfa honum að starfa í óbreyttri mynd. Guðbjartur Hannesson benti á að 80 prósent aðspurðra í könnunum styddu Íbúðalánasjóð en aðeins tíu prósent vildu heildsölusjóð og annað eins að bankar sinntu íbúðalánahlutverki einir. Sagði hann vissulega blikur á lofti vegna athugasemdar eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, en stjórnvöld hefðu engar ákvarðanir tekið um að breyta hlutverki sjóðsins. Þá sagði Guðbjartur erfiðleika vera á húsnæðismarkaði og því þyrfti að fara varlega í málin.Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði það hafa verið umdeilt þegar bankarnir hefðu hafið innreið sína á íbúðalánamarkað. Margir hefðu haldið að sú innkoma yrði til góða en eftir því sem meiri reynsla hefði komið á það ykist stuðningur við Íbúðalánasjóð.Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, mótmæltu þeim orðum Birkis Jóns Jónssonar að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs.Benti Ármann á að ákveðið hefði verið að endurskoða hlutverk sjóðsins vegna álits ESA. Í nefnd sem farið hefði yfir málið, og framsóknarmenn hefðu einnig átt aðild að, hefði verið niðurstaðan að ekki skyldi breyta stefnu sjóðsins. Hins vegar hefði verið bent á jafna þyrfti samkeppnisstöðu sjóðsins og bankanna en staða þeirra á markaðnum hefði veikst síðan nefndin hefði skilað niðurstöðum.Sigurður Kári sagði ekki rétt að þeir sem hefðu varpað fram hugmyndum um annað fyrirkomulag á húsnæðislánamarkaði en það sem gilti nú hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn hefði starfað vel og það væri eðlilegt að þeir sem byðu upp á bestu kjörin, eins og sjóðurinn gerði nú, væru vinsælir. Það þýddi hins vegar ekki að ekki mætti koma fram með hugmyndir um breytingar eins og að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. Hann væri þeirrar skoðunar að Íbúðalánasjóður væri ekkert annað en ríkisbanki og framsóknarmenn hefðu unnið að því með sjálfstæðismönnum að selja ríkisbanka fyrir nokkrum árum.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði víst rétt að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Fagnaði hann breiðri samstöðu hjá Samfylkingunni, Framsóknarflokknum, Frjálslyndum og Vinstri - grænum um stöðu Íbúðalánasjóðs. Í svipaðan streng Guðni Ágústsson sem sagði framsóknarmenn hafa komið í veg fyrir að hlutverki Íbúðalánasjóðs yrði breytt. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Deilt var um það á Alþingi í dag hvort sjálfstæðismenn hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs og hver staða hans yrði til frambúðar. Það var Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vakti athygli á nýrri könnun á afstöðu almennings til sjóðsins. Þar hefði komið fram afgerandi stuðningur við sjóðinn og að hann myndi starfa áfram í óbreyttri mynd. Taldi hann rétt að ræða málið þar sem óvissa væri um stöðu sjóðsins til framtíðar. Innti hann Guðbjart Hannesson, formann félagsmála- og tryggingamálanefndar, eftir skoðun hans á sjóðnum, hvort hann vildi líkt og hægri menn, sem hefðu horn í síðu sjóðsins, breyta hlutverki hans eða leyfa honum að starfa í óbreyttri mynd. Guðbjartur Hannesson benti á að 80 prósent aðspurðra í könnunum styddu Íbúðalánasjóð en aðeins tíu prósent vildu heildsölusjóð og annað eins að bankar sinntu íbúðalánahlutverki einir. Sagði hann vissulega blikur á lofti vegna athugasemdar eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, en stjórnvöld hefðu engar ákvarðanir tekið um að breyta hlutverki sjóðsins. Þá sagði Guðbjartur erfiðleika vera á húsnæðismarkaði og því þyrfti að fara varlega í málin.Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði það hafa verið umdeilt þegar bankarnir hefðu hafið innreið sína á íbúðalánamarkað. Margir hefðu haldið að sú innkoma yrði til góða en eftir því sem meiri reynsla hefði komið á það ykist stuðningur við Íbúðalánasjóð.Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, mótmæltu þeim orðum Birkis Jóns Jónssonar að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs.Benti Ármann á að ákveðið hefði verið að endurskoða hlutverk sjóðsins vegna álits ESA. Í nefnd sem farið hefði yfir málið, og framsóknarmenn hefðu einnig átt aðild að, hefði verið niðurstaðan að ekki skyldi breyta stefnu sjóðsins. Hins vegar hefði verið bent á jafna þyrfti samkeppnisstöðu sjóðsins og bankanna en staða þeirra á markaðnum hefði veikst síðan nefndin hefði skilað niðurstöðum.Sigurður Kári sagði ekki rétt að þeir sem hefðu varpað fram hugmyndum um annað fyrirkomulag á húsnæðislánamarkaði en það sem gilti nú hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn hefði starfað vel og það væri eðlilegt að þeir sem byðu upp á bestu kjörin, eins og sjóðurinn gerði nú, væru vinsælir. Það þýddi hins vegar ekki að ekki mætti koma fram með hugmyndir um breytingar eins og að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. Hann væri þeirrar skoðunar að Íbúðalánasjóður væri ekkert annað en ríkisbanki og framsóknarmenn hefðu unnið að því með sjálfstæðismönnum að selja ríkisbanka fyrir nokkrum árum.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði víst rétt að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Fagnaði hann breiðri samstöðu hjá Samfylkingunni, Framsóknarflokknum, Frjálslyndum og Vinstri - grænum um stöðu Íbúðalánasjóðs. Í svipaðan streng Guðni Ágústsson sem sagði framsóknarmenn hafa komið í veg fyrir að hlutverki Íbúðalánasjóðs yrði breytt.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira