Engar ákvarðanir verið teknar um breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs 23. janúar 2008 15:41 MYND/GVA Deilt var um það á Alþingi í dag hvort sjálfstæðismenn hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs og hver staða hans yrði til frambúðar. Það var Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vakti athygli á nýrri könnun á afstöðu almennings til sjóðsins. Þar hefði komið fram afgerandi stuðningur við sjóðinn og að hann myndi starfa áfram í óbreyttri mynd. Taldi hann rétt að ræða málið þar sem óvissa væri um stöðu sjóðsins til framtíðar. Innti hann Guðbjart Hannesson, formann félagsmála- og tryggingamálanefndar, eftir skoðun hans á sjóðnum, hvort hann vildi líkt og hægri menn, sem hefðu horn í síðu sjóðsins, breyta hlutverki hans eða leyfa honum að starfa í óbreyttri mynd. Guðbjartur Hannesson benti á að 80 prósent aðspurðra í könnunum styddu Íbúðalánasjóð en aðeins tíu prósent vildu heildsölusjóð og annað eins að bankar sinntu íbúðalánahlutverki einir. Sagði hann vissulega blikur á lofti vegna athugasemdar eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, en stjórnvöld hefðu engar ákvarðanir tekið um að breyta hlutverki sjóðsins. Þá sagði Guðbjartur erfiðleika vera á húsnæðismarkaði og því þyrfti að fara varlega í málin.Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði það hafa verið umdeilt þegar bankarnir hefðu hafið innreið sína á íbúðalánamarkað. Margir hefðu haldið að sú innkoma yrði til góða en eftir því sem meiri reynsla hefði komið á það ykist stuðningur við Íbúðalánasjóð.Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, mótmæltu þeim orðum Birkis Jóns Jónssonar að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs.Benti Ármann á að ákveðið hefði verið að endurskoða hlutverk sjóðsins vegna álits ESA. Í nefnd sem farið hefði yfir málið, og framsóknarmenn hefðu einnig átt aðild að, hefði verið niðurstaðan að ekki skyldi breyta stefnu sjóðsins. Hins vegar hefði verið bent á jafna þyrfti samkeppnisstöðu sjóðsins og bankanna en staða þeirra á markaðnum hefði veikst síðan nefndin hefði skilað niðurstöðum.Sigurður Kári sagði ekki rétt að þeir sem hefðu varpað fram hugmyndum um annað fyrirkomulag á húsnæðislánamarkaði en það sem gilti nú hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn hefði starfað vel og það væri eðlilegt að þeir sem byðu upp á bestu kjörin, eins og sjóðurinn gerði nú, væru vinsælir. Það þýddi hins vegar ekki að ekki mætti koma fram með hugmyndir um breytingar eins og að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. Hann væri þeirrar skoðunar að Íbúðalánasjóður væri ekkert annað en ríkisbanki og framsóknarmenn hefðu unnið að því með sjálfstæðismönnum að selja ríkisbanka fyrir nokkrum árum.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði víst rétt að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Fagnaði hann breiðri samstöðu hjá Samfylkingunni, Framsóknarflokknum, Frjálslyndum og Vinstri - grænum um stöðu Íbúðalánasjóðs. Í svipaðan streng Guðni Ágústsson sem sagði framsóknarmenn hafa komið í veg fyrir að hlutverki Íbúðalánasjóðs yrði breytt. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Deilt var um það á Alþingi í dag hvort sjálfstæðismenn hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs og hver staða hans yrði til frambúðar. Það var Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vakti athygli á nýrri könnun á afstöðu almennings til sjóðsins. Þar hefði komið fram afgerandi stuðningur við sjóðinn og að hann myndi starfa áfram í óbreyttri mynd. Taldi hann rétt að ræða málið þar sem óvissa væri um stöðu sjóðsins til framtíðar. Innti hann Guðbjart Hannesson, formann félagsmála- og tryggingamálanefndar, eftir skoðun hans á sjóðnum, hvort hann vildi líkt og hægri menn, sem hefðu horn í síðu sjóðsins, breyta hlutverki hans eða leyfa honum að starfa í óbreyttri mynd. Guðbjartur Hannesson benti á að 80 prósent aðspurðra í könnunum styddu Íbúðalánasjóð en aðeins tíu prósent vildu heildsölusjóð og annað eins að bankar sinntu íbúðalánahlutverki einir. Sagði hann vissulega blikur á lofti vegna athugasemdar eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, en stjórnvöld hefðu engar ákvarðanir tekið um að breyta hlutverki sjóðsins. Þá sagði Guðbjartur erfiðleika vera á húsnæðismarkaði og því þyrfti að fara varlega í málin.Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði það hafa verið umdeilt þegar bankarnir hefðu hafið innreið sína á íbúðalánamarkað. Margir hefðu haldið að sú innkoma yrði til góða en eftir því sem meiri reynsla hefði komið á það ykist stuðningur við Íbúðalánasjóð.Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, mótmæltu þeim orðum Birkis Jóns Jónssonar að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs.Benti Ármann á að ákveðið hefði verið að endurskoða hlutverk sjóðsins vegna álits ESA. Í nefnd sem farið hefði yfir málið, og framsóknarmenn hefðu einnig átt aðild að, hefði verið niðurstaðan að ekki skyldi breyta stefnu sjóðsins. Hins vegar hefði verið bent á jafna þyrfti samkeppnisstöðu sjóðsins og bankanna en staða þeirra á markaðnum hefði veikst síðan nefndin hefði skilað niðurstöðum.Sigurður Kári sagði ekki rétt að þeir sem hefðu varpað fram hugmyndum um annað fyrirkomulag á húsnæðislánamarkaði en það sem gilti nú hefðu horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn hefði starfað vel og það væri eðlilegt að þeir sem byðu upp á bestu kjörin, eins og sjóðurinn gerði nú, væru vinsælir. Það þýddi hins vegar ekki að ekki mætti koma fram með hugmyndir um breytingar eins og að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. Hann væri þeirrar skoðunar að Íbúðalánasjóður væri ekkert annað en ríkisbanki og framsóknarmenn hefðu unnið að því með sjálfstæðismönnum að selja ríkisbanka fyrir nokkrum árum.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði víst rétt að sjálfstæðismenn hefðu haft horn í síðu Íbúðalánasjóðs. Fagnaði hann breiðri samstöðu hjá Samfylkingunni, Framsóknarflokknum, Frjálslyndum og Vinstri - grænum um stöðu Íbúðalánasjóðs. Í svipaðan streng Guðni Ágústsson sem sagði framsóknarmenn hafa komið í veg fyrir að hlutverki Íbúðalánasjóðs yrði breytt.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent