Innlent

Samkomulag um fyrrverandi hús ÁTVR á Seyðisfirði

MYND/SMK

Samkomulag hefur náðst á milli fjármálaráðuneytiosins, Minjaverndar og Seyðisfjarðarkaupstaðar um málefni fyrrverandi verslunarhúsnæðis ÁTVR á Seyðisfirði. Þetta kom fram í fyrirspurn Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn flokkssystur sinnar, Arnbjargar Sveinsdóttur.

Arnbjörg rifjaði upp deilur sem spruttu þegar iðnaðarmenn hugðust í desember síðastliðnum rífa niður innréttingar í húsinu en þær eru með þeim elstu á Ísandi. Heimamenn kölluðu þá til lögreglu sem stöðvaði framkvæmdirnar. Spurði Arnbjörg hvað áætlanir lægju fyrir í málinu um uppbyggingu hússins og verndun þess.

Fjármálaráðherra sagði málefni hússins hafa verið til umræðu milli Seyðisfjarðarkaupstaðar og fjármálaráðuráðuneytis í nokkur ár án niðurstöðu. Eftir að illa hefði gengið hefði ÁTVR ákveðið að fjarlægja innréttingar í húsinu til þess að forða þeim frá skemmdum.

Í framhaldi af uppákomunni í desember hafi ráðuneytið kynnt nýja útfærslu á samningi og eftir viðræður hefði náðst samkomulag. Fjármálaráðuneytið mun afsala sér húsinu til Minjaverndar sem á á næstu tvemur árum að ljúka við að gera upp húsið með innréttingunum.

Seyðisfjarðarkaupstaður greiðir fyrir götu- og gangstéttaframkvæmdir við húsið og það er heimamanna og Minjarverndar að finna húsinu nýtt hlutverk. Gert er ráð fyrir að ytra og innra byrði hússins verði friðað og að almenningur fái aðgang að því þegar fram líða stundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×