Innlent

Steingrímur formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsþings fyrstur karla

MYND/GVA

Steingrímur J. Sigfússon var í gær valinn formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsþingsins, fyrstur karla.

Fram kemur í tilkynningu frá Alþingi að nefndin sé sú yngsta á Evrópuráðsþinginu, aðeins tíu ára gömul. Nefndin fjallar um jafnréttismál í víðum skilningi, kvenréttindi og baráttuna gegn ofbeldi gegn konum. Hún berst fyrir aukinni þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu tveimur árum hefur nefndin beitt sér mikið í málefnum sem lúta að mansali og vændi.

Steingrímur er á Evrópuráðsþinginu ásamt tveimur öðrum þingmönnum, þeim Guðfinnu Bjarnadóttur og Ellert B. Schram. Þingið hefur það hlutverk að stanca vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið í Evrópu og hittist fjórum sinnum á ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×