Ingibjörg: Óheillaspor fyrir borgarbúa 22. janúar 2008 09:59 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra. Ráðherrum ríkisstjórnarinnar líst misvel á nýjan meirihluta í Reykjavík. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun gáfu nokkur þeirra færi á sér og svöruðu spurningum blaðamanna. Önnur vildu ekki tjá sig. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að sér lítist illa á breytingarnar en Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að sér lítist vel á gjörninginn. „Þetta er óstarfhæfur meirihluti að mínu mati og mikið óheillaspor fyrir borgarbúa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Mér finnst ótrúlegt að sjá hvað menn leggjast lágt til að seilast eftir völdum." Aðspurð hvort þetta hefði áhrif á stjórnarsamstarfið segir hún svo ekki vera. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, tekur í svipaðan streng og Ingibjörg. Henni líst illa á breytingarnar í borginni og spáir því að meirihlutinn lifi ekki út kjörtímabilið. „Dagur verður orðinn borgarstjóri á ný fyrir lok kjörtímabilsins. Þetta setur pólitíkina á mjög lágt plan að mínu mati en atburðir gærdagsins hafa hins vegar engin áhrif á stjórnarsamstarfið. Einar K. Guðfinnson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir þvert á móti að honum lítist vel á nýja borgarstjórann Ólaf F. Magnússon. Hann er þó sammála þeim Ingibjörgu og Jóhönnu um það að þessi þróun hafi engin áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það hvarflar ekki að mér," segir Einar. Umvherfisráðherrann, Þórunn Sveinbjarnardóttir er hins vegar sammála stallsystrum sínum og segir að sér hugnist breytingarnar í borginni illa. Þau Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Kristján L. Möller vildu ekki tjá sig um málið. Geir Haarde fjármálaráðherra var farinn af fundinum áður en blaðamenn fengu tækifæri til að spyrja hann álits. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Ráðherrum ríkisstjórnarinnar líst misvel á nýjan meirihluta í Reykjavík. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun gáfu nokkur þeirra færi á sér og svöruðu spurningum blaðamanna. Önnur vildu ekki tjá sig. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að sér lítist illa á breytingarnar en Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að sér lítist vel á gjörninginn. „Þetta er óstarfhæfur meirihluti að mínu mati og mikið óheillaspor fyrir borgarbúa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Mér finnst ótrúlegt að sjá hvað menn leggjast lágt til að seilast eftir völdum." Aðspurð hvort þetta hefði áhrif á stjórnarsamstarfið segir hún svo ekki vera. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, tekur í svipaðan streng og Ingibjörg. Henni líst illa á breytingarnar í borginni og spáir því að meirihlutinn lifi ekki út kjörtímabilið. „Dagur verður orðinn borgarstjóri á ný fyrir lok kjörtímabilsins. Þetta setur pólitíkina á mjög lágt plan að mínu mati en atburðir gærdagsins hafa hins vegar engin áhrif á stjórnarsamstarfið. Einar K. Guðfinnson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir þvert á móti að honum lítist vel á nýja borgarstjórann Ólaf F. Magnússon. Hann er þó sammála þeim Ingibjörgu og Jóhönnu um það að þessi þróun hafi engin áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það hvarflar ekki að mér," segir Einar. Umvherfisráðherrann, Þórunn Sveinbjarnardóttir er hins vegar sammála stallsystrum sínum og segir að sér hugnist breytingarnar í borginni illa. Þau Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Kristján L. Möller vildu ekki tjá sig um málið. Geir Haarde fjármálaráðherra var farinn af fundinum áður en blaðamenn fengu tækifæri til að spyrja hann álits.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira