Innlent

Fór yfir fatakaupin með skattstjóra

Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson

Björn Ingi Hrafnsson sagðist í Fréttum Sjónvarpsins nú í kvöld hafa farið yfir umtöluð fatakaup með sjálfum skattstjóra.

Sagðist hann persónulega hafa haft samband við skattstjóra og farið yfir hvort hann hefði átt að telja þau fram. Hann sagði einnig að verið væri að fara yfir málið en honum sé sagt að það væri vafamál hvort hann hefði átt að telja fatakaupin fram, en hann vildi hafa sín mál á hreinu.

Eins og áður hefur komið fram kveðst fréttastofa Ríkisútvarpsins hafa undir höndum reikninga frá fataverslununum Herragarðinum og Hugo Boss að andvirði um ein milljón króna frá því í kosningabaráttunni 2006.

Allir hafi þeir reikningar verið gefnir út á Fulltrúaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík. Flestir þeirra séu merktir upphafsstöfum Björns Inga Hrafnssonar.

Óskar Bergsson, annar maður á lista Framsóknarflokksins og núverandi borgarfulltrúi sé einnig á meðal þeirra sem hafi kvittað fyrir hluta fatanna, ásamt Rúnari Hreinssyni, kosningastjóra flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×