Innlent

Nýr meirihluti vill kaupa Laugaveg 4 og 6 af eigendum

Nýr meirihluti Frjálslyndra og óháðra og Sjálfstæðiflokks hefur ákveðið að ganga til samninga við eigendur Laugavegar 4 og 6 með það að markmiði að borgin kaupi húsin og láti gera þau upp. Þetta var samþykkt á fyrsta fundi nýs borgarráðs í dag.

Fram kemur í tilkynningu að með þessu eigi að að standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar en stækka jafnframt það rými sem nýtist í verslun eða aðra þjónustu. Endurbyggingin verði í góðri samvinnu við Minjavernd, borgarminjavörð og Húsafriðunarnefnd. Leggur borgarráð áherslu á að ljúka viðræðum við eigendurna fyrir mánudag þannig að húsin verði ekki fjarlægð þegar skyndifriðun lýkur.

Á fundi borgarstjórnar í dag var einnig lögð fram tillaga um 5 prósenta lækkun fasteignaskatts á Reykvíkinga. „Um áramótin hækkaði fasteignamat á húsnæði borgarbúa verulega og skatttekjur borgarinnar af fasteignasköttum að sama skapi. Nýr meirihluti í borgarstjórn telur það réttlætismál að þyngja ekki skattbyrgði borgarbúa og lætur það því vera sitt fyrsta verk að lækka skatthlutfallið sem borgarbúar greiða af íbúðarhúsnæði sínu. Tillagan var samþykkt með 8 greiddum atkvæðum borgarfulltrúar S, B og V lista sátu hjá," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×