Innlent

30 daga fangelsi fyrir kynferðislega áreitni

38 ára karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn konu í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum þann 19. desember síðastliðinn.

Konan kærði manninn fyrir að hafa sett hönd sína inn undir bol hennar, gripið um brjóstahaldara sem hún klæddist og togað í hann. Maðurinn játaði sök og sýndi mikla iðrun en hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Til þess var litið þegar dómari ákvað að fresta fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður eftir tvö ár haldi maðurinn skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×