Innlent

Ágúst formaður samstarfsnefndar um málefni aldraðra

MYND/E.Ól

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað í samstarfsnefnd um málefni aldraðra í kjölfar þess að málaflokkurinn var fluttur frá heilbrigðisráðuneytinu til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um áramótin.

Formaður nefndarinnar er Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að nefndin starfi á grundvelli laga um málefni aldraðra og er skipað í hana eftir hverjar alþingiskosningar.

Verkefni nefndarinnar eru fyrst og fremst að vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraða, að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra og að stjórna Framkvæmdasjóði aldraðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×