Fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins er lokið. Á fundinum skýrðu Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga. Að fundinum loknum héldu forystumenn ASÍ og SA aftur í Karphúsið þar sem þeir funda nú.
Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað
