Stika tugi kílómetra gönguleiða í Mosfellsbæ 29. desember 2008 12:03 Tæpir sjötíu kílómetrar gönguleiða verða á næstu misserum stikaðir í nágrenni Mosfellsbæjar, auk þess sem upplýsingaskilti og nestisskýli verða sett upp. Mosfellsbær og skátafélagið Mosverjar hafa undirritað samning um að hinir síðarnefndu annist stikunina og skipulagningu. Í tilkynningu frá Mosfellsbæ segir að byrjað verði á fyrsta áfanga verksins árið 2009. Leiðirnar munu liggja mjög víða um ósnortna náttúru innan bæjarlandsins. Má nefna gönguleiðir á Helgafell, Mosfell, Úlfarsfell og Grímmannsfell. Leiðir upp með Varmánni og yfir í Helgadal og Seljadal. Einnig frá Gljúfrasteini og að Helgufoss. Þá er ætlunin að fara umhverfis Hafravatn og á Reykjaborg. Við upphaf hverrar gönguleiðar verður bílastæði og upplýsingaskilti þar sem hægt verður að skoða göngukort af svæðinu. Auk þess verða á leiðunum skilti með ýmsum fróðleik svo sem um náttúrufar og sögu svæðisins. Þá verða vegprestar á vegamótum, göngubrýr yfir ár, gestabækur á fjallatoppum og lítil skýli, þar sem hægt verður að fá sér nesti hluti af framkvæmdinni. Við Hafravatn verður gerð flotbryggja til að auka öryggi og auðvelda notkun báta á vatninu. Til að kynna verkefnið og auðvelda íbúum Mosfellsbæjar að nýta gönguleiðirnar verður prentað sérstakt göngukort. Það mun sýna allar gönguleiðirnar á svæðinu, lengd þeirra og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Bílastæði verða merkt á kortið auk áhugaverðra staða sem gaman er að koma á og fræðast um. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Tæpir sjötíu kílómetrar gönguleiða verða á næstu misserum stikaðir í nágrenni Mosfellsbæjar, auk þess sem upplýsingaskilti og nestisskýli verða sett upp. Mosfellsbær og skátafélagið Mosverjar hafa undirritað samning um að hinir síðarnefndu annist stikunina og skipulagningu. Í tilkynningu frá Mosfellsbæ segir að byrjað verði á fyrsta áfanga verksins árið 2009. Leiðirnar munu liggja mjög víða um ósnortna náttúru innan bæjarlandsins. Má nefna gönguleiðir á Helgafell, Mosfell, Úlfarsfell og Grímmannsfell. Leiðir upp með Varmánni og yfir í Helgadal og Seljadal. Einnig frá Gljúfrasteini og að Helgufoss. Þá er ætlunin að fara umhverfis Hafravatn og á Reykjaborg. Við upphaf hverrar gönguleiðar verður bílastæði og upplýsingaskilti þar sem hægt verður að skoða göngukort af svæðinu. Auk þess verða á leiðunum skilti með ýmsum fróðleik svo sem um náttúrufar og sögu svæðisins. Þá verða vegprestar á vegamótum, göngubrýr yfir ár, gestabækur á fjallatoppum og lítil skýli, þar sem hægt verður að fá sér nesti hluti af framkvæmdinni. Við Hafravatn verður gerð flotbryggja til að auka öryggi og auðvelda notkun báta á vatninu. Til að kynna verkefnið og auðvelda íbúum Mosfellsbæjar að nýta gönguleiðirnar verður prentað sérstakt göngukort. Það mun sýna allar gönguleiðirnar á svæðinu, lengd þeirra og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Bílastæði verða merkt á kortið auk áhugaverðra staða sem gaman er að koma á og fræðast um.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira