Anarkistar lýsa fánaskiptunum á hendur sér Atli Steinn Guðmundsson skrifar 17. júní 2008 17:54 Slökkviliðsmenn fóru upp á þak stjórnarráðsbyggingarinnar til að koma fánamálum aftur í samt horf MYND/Björn Gíslason Íslenskir anarkistar hafa lýst yfir ábyrgð á því að þjóðfáninn var klipptur niður af flaggstöng á byggingu stjórnarráðsins og byltingarfáni Jörundar hundadagakonungs hengdur þar með honum. Vísir birti myndir af atburðunum fyrir skömmu. Tölvupóstur frá anarkistum barst fréttastofunni skömmu eftir atvikið og í kjölfarið fékk blaðamaður Vísis að taka símaviðtal við einn þeirra aðila er komu að fánaskiptunum. „Það sem Jörundur gerði var að reyna að dreifa valdinu til fólksins og það er það sem við viljum. Við viljum að fólk stjórni lífi sínu sjálft og skipuleggi samfélagið sjálft. Þetta var bara lítil byrjun," sagði þessi aðili sem kaus að koma fram nafnlaust. Tölvupósturinn sem fréttastofunni barst er birtur í heild sinni hér að neðan: „Rétt í þessu var byltingarfáni Jörundar Hundadagakonungs strengdur á fánastöng á þaki stjórnarráðsins. Þar flöktir hann ásamt íslenska fánanum sem án efa hefur vanhelgast við þessa meðferð. Þrír flatir þorskar blaka yfir íslenskum stjórnvöldum. Þó Jörundur hafi ekki verið algjör anarkisti, heldur krýnt sig sem valdhafa Íslands, var tilræði hans eina almennilega tilraunin til að koma af stéttaskiptingu og misrétti á Íslandi. Við leggjum engar sérstakar mætur á Jörund, frekar en nokkurn annan valdhafa, en metum tilraunir hans til að færa valdið frá toppi píramídanns til almennings. Fyrir það virðum við hann og höldum uppi hans heiðri, sem og allra þeirra sem berjast gegn ójöfnuði, valdníðslu og óréttlæti. Svo sat löggu-krían upp á þaki, horfði á fánana og vissi ekki hvað hún átti að gera... Að lokum vitnum við í Helga Hóseason: „Hví að hafa kristlafstusku yfir vorum hausum?" Byltingarkoss frá anarkistum!" Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Íslenskir anarkistar hafa lýst yfir ábyrgð á því að þjóðfáninn var klipptur niður af flaggstöng á byggingu stjórnarráðsins og byltingarfáni Jörundar hundadagakonungs hengdur þar með honum. Vísir birti myndir af atburðunum fyrir skömmu. Tölvupóstur frá anarkistum barst fréttastofunni skömmu eftir atvikið og í kjölfarið fékk blaðamaður Vísis að taka símaviðtal við einn þeirra aðila er komu að fánaskiptunum. „Það sem Jörundur gerði var að reyna að dreifa valdinu til fólksins og það er það sem við viljum. Við viljum að fólk stjórni lífi sínu sjálft og skipuleggi samfélagið sjálft. Þetta var bara lítil byrjun," sagði þessi aðili sem kaus að koma fram nafnlaust. Tölvupósturinn sem fréttastofunni barst er birtur í heild sinni hér að neðan: „Rétt í þessu var byltingarfáni Jörundar Hundadagakonungs strengdur á fánastöng á þaki stjórnarráðsins. Þar flöktir hann ásamt íslenska fánanum sem án efa hefur vanhelgast við þessa meðferð. Þrír flatir þorskar blaka yfir íslenskum stjórnvöldum. Þó Jörundur hafi ekki verið algjör anarkisti, heldur krýnt sig sem valdhafa Íslands, var tilræði hans eina almennilega tilraunin til að koma af stéttaskiptingu og misrétti á Íslandi. Við leggjum engar sérstakar mætur á Jörund, frekar en nokkurn annan valdhafa, en metum tilraunir hans til að færa valdið frá toppi píramídanns til almennings. Fyrir það virðum við hann og höldum uppi hans heiðri, sem og allra þeirra sem berjast gegn ójöfnuði, valdníðslu og óréttlæti. Svo sat löggu-krían upp á þaki, horfði á fánana og vissi ekki hvað hún átti að gera... Að lokum vitnum við í Helga Hóseason: „Hví að hafa kristlafstusku yfir vorum hausum?" Byltingarkoss frá anarkistum!"
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira