Anarkistar lýsa fánaskiptunum á hendur sér Atli Steinn Guðmundsson skrifar 17. júní 2008 17:54 Slökkviliðsmenn fóru upp á þak stjórnarráðsbyggingarinnar til að koma fánamálum aftur í samt horf MYND/Björn Gíslason Íslenskir anarkistar hafa lýst yfir ábyrgð á því að þjóðfáninn var klipptur niður af flaggstöng á byggingu stjórnarráðsins og byltingarfáni Jörundar hundadagakonungs hengdur þar með honum. Vísir birti myndir af atburðunum fyrir skömmu. Tölvupóstur frá anarkistum barst fréttastofunni skömmu eftir atvikið og í kjölfarið fékk blaðamaður Vísis að taka símaviðtal við einn þeirra aðila er komu að fánaskiptunum. „Það sem Jörundur gerði var að reyna að dreifa valdinu til fólksins og það er það sem við viljum. Við viljum að fólk stjórni lífi sínu sjálft og skipuleggi samfélagið sjálft. Þetta var bara lítil byrjun," sagði þessi aðili sem kaus að koma fram nafnlaust. Tölvupósturinn sem fréttastofunni barst er birtur í heild sinni hér að neðan: „Rétt í þessu var byltingarfáni Jörundar Hundadagakonungs strengdur á fánastöng á þaki stjórnarráðsins. Þar flöktir hann ásamt íslenska fánanum sem án efa hefur vanhelgast við þessa meðferð. Þrír flatir þorskar blaka yfir íslenskum stjórnvöldum. Þó Jörundur hafi ekki verið algjör anarkisti, heldur krýnt sig sem valdhafa Íslands, var tilræði hans eina almennilega tilraunin til að koma af stéttaskiptingu og misrétti á Íslandi. Við leggjum engar sérstakar mætur á Jörund, frekar en nokkurn annan valdhafa, en metum tilraunir hans til að færa valdið frá toppi píramídanns til almennings. Fyrir það virðum við hann og höldum uppi hans heiðri, sem og allra þeirra sem berjast gegn ójöfnuði, valdníðslu og óréttlæti. Svo sat löggu-krían upp á þaki, horfði á fánana og vissi ekki hvað hún átti að gera... Að lokum vitnum við í Helga Hóseason: „Hví að hafa kristlafstusku yfir vorum hausum?" Byltingarkoss frá anarkistum!" Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Íslenskir anarkistar hafa lýst yfir ábyrgð á því að þjóðfáninn var klipptur niður af flaggstöng á byggingu stjórnarráðsins og byltingarfáni Jörundar hundadagakonungs hengdur þar með honum. Vísir birti myndir af atburðunum fyrir skömmu. Tölvupóstur frá anarkistum barst fréttastofunni skömmu eftir atvikið og í kjölfarið fékk blaðamaður Vísis að taka símaviðtal við einn þeirra aðila er komu að fánaskiptunum. „Það sem Jörundur gerði var að reyna að dreifa valdinu til fólksins og það er það sem við viljum. Við viljum að fólk stjórni lífi sínu sjálft og skipuleggi samfélagið sjálft. Þetta var bara lítil byrjun," sagði þessi aðili sem kaus að koma fram nafnlaust. Tölvupósturinn sem fréttastofunni barst er birtur í heild sinni hér að neðan: „Rétt í þessu var byltingarfáni Jörundar Hundadagakonungs strengdur á fánastöng á þaki stjórnarráðsins. Þar flöktir hann ásamt íslenska fánanum sem án efa hefur vanhelgast við þessa meðferð. Þrír flatir þorskar blaka yfir íslenskum stjórnvöldum. Þó Jörundur hafi ekki verið algjör anarkisti, heldur krýnt sig sem valdhafa Íslands, var tilræði hans eina almennilega tilraunin til að koma af stéttaskiptingu og misrétti á Íslandi. Við leggjum engar sérstakar mætur á Jörund, frekar en nokkurn annan valdhafa, en metum tilraunir hans til að færa valdið frá toppi píramídanns til almennings. Fyrir það virðum við hann og höldum uppi hans heiðri, sem og allra þeirra sem berjast gegn ójöfnuði, valdníðslu og óréttlæti. Svo sat löggu-krían upp á þaki, horfði á fánana og vissi ekki hvað hún átti að gera... Að lokum vitnum við í Helga Hóseason: „Hví að hafa kristlafstusku yfir vorum hausum?" Byltingarkoss frá anarkistum!"
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira