Anarkistar lýsa fánaskiptunum á hendur sér Atli Steinn Guðmundsson skrifar 17. júní 2008 17:54 Slökkviliðsmenn fóru upp á þak stjórnarráðsbyggingarinnar til að koma fánamálum aftur í samt horf MYND/Björn Gíslason Íslenskir anarkistar hafa lýst yfir ábyrgð á því að þjóðfáninn var klipptur niður af flaggstöng á byggingu stjórnarráðsins og byltingarfáni Jörundar hundadagakonungs hengdur þar með honum. Vísir birti myndir af atburðunum fyrir skömmu. Tölvupóstur frá anarkistum barst fréttastofunni skömmu eftir atvikið og í kjölfarið fékk blaðamaður Vísis að taka símaviðtal við einn þeirra aðila er komu að fánaskiptunum. „Það sem Jörundur gerði var að reyna að dreifa valdinu til fólksins og það er það sem við viljum. Við viljum að fólk stjórni lífi sínu sjálft og skipuleggi samfélagið sjálft. Þetta var bara lítil byrjun," sagði þessi aðili sem kaus að koma fram nafnlaust. Tölvupósturinn sem fréttastofunni barst er birtur í heild sinni hér að neðan: „Rétt í þessu var byltingarfáni Jörundar Hundadagakonungs strengdur á fánastöng á þaki stjórnarráðsins. Þar flöktir hann ásamt íslenska fánanum sem án efa hefur vanhelgast við þessa meðferð. Þrír flatir þorskar blaka yfir íslenskum stjórnvöldum. Þó Jörundur hafi ekki verið algjör anarkisti, heldur krýnt sig sem valdhafa Íslands, var tilræði hans eina almennilega tilraunin til að koma af stéttaskiptingu og misrétti á Íslandi. Við leggjum engar sérstakar mætur á Jörund, frekar en nokkurn annan valdhafa, en metum tilraunir hans til að færa valdið frá toppi píramídanns til almennings. Fyrir það virðum við hann og höldum uppi hans heiðri, sem og allra þeirra sem berjast gegn ójöfnuði, valdníðslu og óréttlæti. Svo sat löggu-krían upp á þaki, horfði á fánana og vissi ekki hvað hún átti að gera... Að lokum vitnum við í Helga Hóseason: „Hví að hafa kristlafstusku yfir vorum hausum?" Byltingarkoss frá anarkistum!" Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Íslenskir anarkistar hafa lýst yfir ábyrgð á því að þjóðfáninn var klipptur niður af flaggstöng á byggingu stjórnarráðsins og byltingarfáni Jörundar hundadagakonungs hengdur þar með honum. Vísir birti myndir af atburðunum fyrir skömmu. Tölvupóstur frá anarkistum barst fréttastofunni skömmu eftir atvikið og í kjölfarið fékk blaðamaður Vísis að taka símaviðtal við einn þeirra aðila er komu að fánaskiptunum. „Það sem Jörundur gerði var að reyna að dreifa valdinu til fólksins og það er það sem við viljum. Við viljum að fólk stjórni lífi sínu sjálft og skipuleggi samfélagið sjálft. Þetta var bara lítil byrjun," sagði þessi aðili sem kaus að koma fram nafnlaust. Tölvupósturinn sem fréttastofunni barst er birtur í heild sinni hér að neðan: „Rétt í þessu var byltingarfáni Jörundar Hundadagakonungs strengdur á fánastöng á þaki stjórnarráðsins. Þar flöktir hann ásamt íslenska fánanum sem án efa hefur vanhelgast við þessa meðferð. Þrír flatir þorskar blaka yfir íslenskum stjórnvöldum. Þó Jörundur hafi ekki verið algjör anarkisti, heldur krýnt sig sem valdhafa Íslands, var tilræði hans eina almennilega tilraunin til að koma af stéttaskiptingu og misrétti á Íslandi. Við leggjum engar sérstakar mætur á Jörund, frekar en nokkurn annan valdhafa, en metum tilraunir hans til að færa valdið frá toppi píramídanns til almennings. Fyrir það virðum við hann og höldum uppi hans heiðri, sem og allra þeirra sem berjast gegn ójöfnuði, valdníðslu og óréttlæti. Svo sat löggu-krían upp á þaki, horfði á fánana og vissi ekki hvað hún átti að gera... Að lokum vitnum við í Helga Hóseason: „Hví að hafa kristlafstusku yfir vorum hausum?" Byltingarkoss frá anarkistum!"
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira