Innlent

Markús Örn í Þjóðmenningarhúsið

MYND/Pjetur

Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri og útvarpsstjóri, hefur verið skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhússins frá og með 1. september næstkomandi.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að Markús leysi Guðríði Sigurðardóttur af hólmi en hún hættir að eigin ósk. Markús hefur verið sendiherra Íslands í Kanada frá því síðla árs 2005 en hann var skipaður sendirherra í utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar.

Áður var hann útvarpsstjóri á árunum 1985-1991 og svo aftur 1998-2005 en í millitíðinni var hann borgarstjóri Reykjavíkur. Þar sem Guðríður Sigurðardóttir hættir sem forstöðumaður Þjóðmenningarhúss 1. maí mun Guðrún Garðarsdóttir skrifstofustjóri gegna starfi forstöðumanns til 1. september þegar Markús Örn tekur við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×