Eldur kviknaði í bílskúr úr timbri í vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöldi. Svo vel vildi til að eldsins varð vart skömmu eftir að hann kviknaði þannig að hann hafði ekki náð að breiðast um innviði skúrsins áður en slökkvilið kom á vettvang og slökkti í snatri.
Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar málið.