Neita að hafa barið löggur 29. febrúar 2008 06:00 Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn. Sáóþekkjanlegi á myndinni er ekki ákærður í málinu. „Ég man eftir því að þarna voru einhver læti en ég sá lítið,“ sagði félagi Litháanna þriggja fyrir dómi sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á fjóra lögreglumenn aðfaranótt 11. janúar með höggum og spörkum. Litháarnir gerðu allir lítið úr málinu og neituðu sök sem fram kemur í ákæru. Lögreglumennirnir eru í götuhópi fíkniefnadeildarinnar og voru að störfum við eftirlit þegar ráðist var á þá fyrir utan barinn Monte Carlo um eitt að nóttu, samkvæmt ákæru. Ákærðu neita að hafa vitað að mennirnir hafi verið lögreglumenn og sögðust hafa verið að verja stúlku sem lögreglumennirnir voru að hafa afskipti vegna gruns um fíkniefnanotkun. Lögreglumennirnir voru óeinkennisklæddir. Sögðust ákærðu í mesta falli hafa ýtt aðeins við lögreglumönnunum en ekki hafa ráðist á þá. Himinn og haf var á milli vitnisburðar lögreglumannanna sem urðu fyrir árásinni og ákærðu. „Við kölluðum skýrt lögreglan og police,“ sagði einn lögreglumannanna, sem vankaðist eftir högg frá einum hinna ákærðu. Stúlka sem varð vitni að árásinni sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að högg eins ákærða hefði verið „áberandi fast“ og minnt á rothögg í boxi. „Ég get ekki staðhæft um skynjun annarra,“ sagði einn lögreglumannanna þegar hann útskýrði að einn ákærðu gæti varla hafa annað en tekið eftir því að þeir væru lögreglumenn. „Ég var með lögregluskilríki um hálsinn og sýndi þau,“ sagði lögreglumaðurinn. Lögmaðurinn sem hafði ýjað að því að misræmi væri í vitnisburði lögreglumannsins frá því skýrsla var tekin af honum hætti snögglega að spyrja um málið eftir þetta. „Þetta segir allt sem segja þarf,“ sagði Arngrímur Ísberg dómari þá. Einn ákærðu barði tvo lögreglumenn niður með þungum hnefahöggum, samkvæmt vitnisburði lögreglumannanna. Annar lögreglumannanna fékk högg á gagnaugað og vankaðist við það en félagi mannsins sem stóð skammt frá honum fékk högg á kinnina. Bæði höggin voru mjög þung og voru lögreglumennirnir með höfuðverk marga daga á eftir. „Þetta var töluvert sjokk,“ sagði einn lögreglumannanna um árásina. Lögreglumennirnir beittu kylfum og táragasi þegar þeir voru að yfirbuga mennina. Hjálp kom frá lögreglu skömmu síðar en mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglunnar. Einn lögreglumannanna sagði mikinn ótta hafa skapast hjá fjölskyldu sinni eftir árásina og hann hefði sjálfur verið í áfalli. Lögreglumennirnir fengu áfallahjálp eftir árásina. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
„Ég man eftir því að þarna voru einhver læti en ég sá lítið,“ sagði félagi Litháanna þriggja fyrir dómi sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á fjóra lögreglumenn aðfaranótt 11. janúar með höggum og spörkum. Litháarnir gerðu allir lítið úr málinu og neituðu sök sem fram kemur í ákæru. Lögreglumennirnir eru í götuhópi fíkniefnadeildarinnar og voru að störfum við eftirlit þegar ráðist var á þá fyrir utan barinn Monte Carlo um eitt að nóttu, samkvæmt ákæru. Ákærðu neita að hafa vitað að mennirnir hafi verið lögreglumenn og sögðust hafa verið að verja stúlku sem lögreglumennirnir voru að hafa afskipti vegna gruns um fíkniefnanotkun. Lögreglumennirnir voru óeinkennisklæddir. Sögðust ákærðu í mesta falli hafa ýtt aðeins við lögreglumönnunum en ekki hafa ráðist á þá. Himinn og haf var á milli vitnisburðar lögreglumannanna sem urðu fyrir árásinni og ákærðu. „Við kölluðum skýrt lögreglan og police,“ sagði einn lögreglumannanna, sem vankaðist eftir högg frá einum hinna ákærðu. Stúlka sem varð vitni að árásinni sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að högg eins ákærða hefði verið „áberandi fast“ og minnt á rothögg í boxi. „Ég get ekki staðhæft um skynjun annarra,“ sagði einn lögreglumannanna þegar hann útskýrði að einn ákærðu gæti varla hafa annað en tekið eftir því að þeir væru lögreglumenn. „Ég var með lögregluskilríki um hálsinn og sýndi þau,“ sagði lögreglumaðurinn. Lögmaðurinn sem hafði ýjað að því að misræmi væri í vitnisburði lögreglumannsins frá því skýrsla var tekin af honum hætti snögglega að spyrja um málið eftir þetta. „Þetta segir allt sem segja þarf,“ sagði Arngrímur Ísberg dómari þá. Einn ákærðu barði tvo lögreglumenn niður með þungum hnefahöggum, samkvæmt vitnisburði lögreglumannanna. Annar lögreglumannanna fékk högg á gagnaugað og vankaðist við það en félagi mannsins sem stóð skammt frá honum fékk högg á kinnina. Bæði höggin voru mjög þung og voru lögreglumennirnir með höfuðverk marga daga á eftir. „Þetta var töluvert sjokk,“ sagði einn lögreglumannanna um árásina. Lögreglumennirnir beittu kylfum og táragasi þegar þeir voru að yfirbuga mennina. Hjálp kom frá lögreglu skömmu síðar en mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglunnar. Einn lögreglumannanna sagði mikinn ótta hafa skapast hjá fjölskyldu sinni eftir árásina og hann hefði sjálfur verið í áfalli. Lögreglumennirnir fengu áfallahjálp eftir árásina.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira