Neita að hafa barið löggur 29. febrúar 2008 06:00 Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn. Sáóþekkjanlegi á myndinni er ekki ákærður í málinu. „Ég man eftir því að þarna voru einhver læti en ég sá lítið,“ sagði félagi Litháanna þriggja fyrir dómi sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á fjóra lögreglumenn aðfaranótt 11. janúar með höggum og spörkum. Litháarnir gerðu allir lítið úr málinu og neituðu sök sem fram kemur í ákæru. Lögreglumennirnir eru í götuhópi fíkniefnadeildarinnar og voru að störfum við eftirlit þegar ráðist var á þá fyrir utan barinn Monte Carlo um eitt að nóttu, samkvæmt ákæru. Ákærðu neita að hafa vitað að mennirnir hafi verið lögreglumenn og sögðust hafa verið að verja stúlku sem lögreglumennirnir voru að hafa afskipti vegna gruns um fíkniefnanotkun. Lögreglumennirnir voru óeinkennisklæddir. Sögðust ákærðu í mesta falli hafa ýtt aðeins við lögreglumönnunum en ekki hafa ráðist á þá. Himinn og haf var á milli vitnisburðar lögreglumannanna sem urðu fyrir árásinni og ákærðu. „Við kölluðum skýrt lögreglan og police,“ sagði einn lögreglumannanna, sem vankaðist eftir högg frá einum hinna ákærðu. Stúlka sem varð vitni að árásinni sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að högg eins ákærða hefði verið „áberandi fast“ og minnt á rothögg í boxi. „Ég get ekki staðhæft um skynjun annarra,“ sagði einn lögreglumannanna þegar hann útskýrði að einn ákærðu gæti varla hafa annað en tekið eftir því að þeir væru lögreglumenn. „Ég var með lögregluskilríki um hálsinn og sýndi þau,“ sagði lögreglumaðurinn. Lögmaðurinn sem hafði ýjað að því að misræmi væri í vitnisburði lögreglumannsins frá því skýrsla var tekin af honum hætti snögglega að spyrja um málið eftir þetta. „Þetta segir allt sem segja þarf,“ sagði Arngrímur Ísberg dómari þá. Einn ákærðu barði tvo lögreglumenn niður með þungum hnefahöggum, samkvæmt vitnisburði lögreglumannanna. Annar lögreglumannanna fékk högg á gagnaugað og vankaðist við það en félagi mannsins sem stóð skammt frá honum fékk högg á kinnina. Bæði höggin voru mjög þung og voru lögreglumennirnir með höfuðverk marga daga á eftir. „Þetta var töluvert sjokk,“ sagði einn lögreglumannanna um árásina. Lögreglumennirnir beittu kylfum og táragasi þegar þeir voru að yfirbuga mennina. Hjálp kom frá lögreglu skömmu síðar en mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglunnar. Einn lögreglumannanna sagði mikinn ótta hafa skapast hjá fjölskyldu sinni eftir árásina og hann hefði sjálfur verið í áfalli. Lögreglumennirnir fengu áfallahjálp eftir árásina. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
„Ég man eftir því að þarna voru einhver læti en ég sá lítið,“ sagði félagi Litháanna þriggja fyrir dómi sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á fjóra lögreglumenn aðfaranótt 11. janúar með höggum og spörkum. Litháarnir gerðu allir lítið úr málinu og neituðu sök sem fram kemur í ákæru. Lögreglumennirnir eru í götuhópi fíkniefnadeildarinnar og voru að störfum við eftirlit þegar ráðist var á þá fyrir utan barinn Monte Carlo um eitt að nóttu, samkvæmt ákæru. Ákærðu neita að hafa vitað að mennirnir hafi verið lögreglumenn og sögðust hafa verið að verja stúlku sem lögreglumennirnir voru að hafa afskipti vegna gruns um fíkniefnanotkun. Lögreglumennirnir voru óeinkennisklæddir. Sögðust ákærðu í mesta falli hafa ýtt aðeins við lögreglumönnunum en ekki hafa ráðist á þá. Himinn og haf var á milli vitnisburðar lögreglumannanna sem urðu fyrir árásinni og ákærðu. „Við kölluðum skýrt lögreglan og police,“ sagði einn lögreglumannanna, sem vankaðist eftir högg frá einum hinna ákærðu. Stúlka sem varð vitni að árásinni sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að högg eins ákærða hefði verið „áberandi fast“ og minnt á rothögg í boxi. „Ég get ekki staðhæft um skynjun annarra,“ sagði einn lögreglumannanna þegar hann útskýrði að einn ákærðu gæti varla hafa annað en tekið eftir því að þeir væru lögreglumenn. „Ég var með lögregluskilríki um hálsinn og sýndi þau,“ sagði lögreglumaðurinn. Lögmaðurinn sem hafði ýjað að því að misræmi væri í vitnisburði lögreglumannsins frá því skýrsla var tekin af honum hætti snögglega að spyrja um málið eftir þetta. „Þetta segir allt sem segja þarf,“ sagði Arngrímur Ísberg dómari þá. Einn ákærðu barði tvo lögreglumenn niður með þungum hnefahöggum, samkvæmt vitnisburði lögreglumannanna. Annar lögreglumannanna fékk högg á gagnaugað og vankaðist við það en félagi mannsins sem stóð skammt frá honum fékk högg á kinnina. Bæði höggin voru mjög þung og voru lögreglumennirnir með höfuðverk marga daga á eftir. „Þetta var töluvert sjokk,“ sagði einn lögreglumannanna um árásina. Lögreglumennirnir beittu kylfum og táragasi þegar þeir voru að yfirbuga mennina. Hjálp kom frá lögreglu skömmu síðar en mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglunnar. Einn lögreglumannanna sagði mikinn ótta hafa skapast hjá fjölskyldu sinni eftir árásina og hann hefði sjálfur verið í áfalli. Lögreglumennirnir fengu áfallahjálp eftir árásina.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira