Innlent

Fyrsti karlmaðurinn í forsvari

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var á þriðjudag valinn formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsþingsins. Hann er fyrsti karlmaðurinn sem gegnir stöðu formanns nefndarinnar.

Fram kemur í tilkynningu frá Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins að jafnréttisnefndin sé yngsta nefnd þingsins, stofnuð árið 1998. Á síðustu árum hefur nefndin beitt sér mikið í málum sem snúa að mansali og vændi.

Alls eru tíu málefnanefndir starfandi í Evrópuráðsþinginu og funda þær flestar fjórum til átta sinnum á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×