Enski boltinn

Beckham fær að æfa með Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham, leikmaður LA Galaxy.
David Beckham, leikmaður LA Galaxy. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger greindi frá því í dag að David Beckham mun væntanlega æfa með Arsenal á meðan hann verður í fríi frá Los Angeles Galaxy.

Beckham ætlar að halda sér í formi svo að hann eigi möguleika á að verða valinn í fyrsta landsliðshóp Fabio Capello, fyrir leik Englands og Sviss þann 6. febrúar næstkomandi.

Ef Beckham spilar í þeim leik mun það verða hans 100. landsleikur.

„Það er góður möguleiki á því að hann komi í janúar en ekkert hefur þó enn verið ákveðið," sagði Wenger.

Beckham á hús í Hertfordskíri sem er skammt frá æfingasvæði Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×