Ástin og gleymskan 26. febrúar 2007 09:45 Endurheimtir ást og minningar Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Elva Ósk Ólafsdóttir leika í nýju verki eftir Eric-Emmanuel Schmitt. mynd/eddi Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Leikrit Schmitts „Abel Snorko býr einn“ og „Gesturinn“ hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda en Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Von er á Schmitt í heimsókn til landsins í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? en hann verður gestur í Viku bókarinnar um miðjan apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Hjón hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Með hlutverkin tvö í sýningunni fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Leikrit Schmitts „Abel Snorko býr einn“ og „Gesturinn“ hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda en Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Von er á Schmitt í heimsókn til landsins í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? en hann verður gestur í Viku bókarinnar um miðjan apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Hjón hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Með hlutverkin tvö í sýningunni fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira