Bjartsýn á franskt/íslenskt framhald 14. maí 2007 01:00 Risessan sveif tignarlega um borð í bát og sigldi á brott en karl faðir hennar sprakk úr reiði og veldur því varla meiri usla í bráð. MYND/Vilhelm Það var tilkomumikil sjón þegar götuleikhúsið Royal de Luxe sprengdi höfuð risans mislynda í loft upp og risessan sigldi úr Reykjavíkurhöfn. Þá var létt yfir mannskapnum sem undanfarna þrjá mánuði hefur staðið fyrir franska vorinu á Íslandi. Meðal kátustu gestanna um borð í varðskipinu Óðni á laugardaginn voru franski sendiherrann Nicole Michelangeli og Olivier Poivre d’Arvor sem kom að skipulagningu menningarkynningarinnar Pourquoi Pas? fyrir hönd Cultures France, stofnunar á vegum frönsku utanríkis- og menningarmálaráðuneytanna. Dagskráin var unnin í nánum tengslum við íslensk stjórnvöld en hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tildrög hennar má rekja til samkomulags franskra og íslenskra stjórnvalda frá árinu 2001. „Þegar við fórum af stað byrjuðum við á nafninu, „Pourquoi Pas?“ sem þýðir „hví ekki?“. Í dag getum við fullyrt að spurningin var góð og að svarið sé fólgið í því að við deilum svo mörgu, þessar tvær þjóðir eiga margt sameiginlegt. Þrátt fyrir að vera fjarlæg á landakortinu deilum við reynslu, ástríðu fyrir menningu, listum og sköpun,“ útskýrir Olivier. Aðsóknin að yfir sextíu viðburðum hátíðarinnar var afbragðsgóð að sögn skipuleggjendanna en um hundrað þúsund gestir sóttu hátíðina, sem verður ekki síst minnst fyrir uppákomuna í gær þegar þúsundir manna sáu sjónarspil ofvöxnu feðginanna í miðbænum. Olivier kveðst stoltur og hamingjusamur yfir því að hafa verið þátttakandi í verkefninu sem hefur áorkað miklu. „Nú eigum við nýja vini á Íslandi en það er mikilvægt að skipuleggja næstu skref,“ segir hann. Nicole tekur undir mikilvægi þess að byggja á þeim fjölþættu tengslum sem nú hafa skapast milli Íslands og Frakklands. „Þessi hátíð snerist um skemmtunina en framtíðarmarkmið hennar er einnig að efla samskiptin og brúa bilið milli landanna, við viljum að Íslendingar finni fyrir meiri tengslum við Frakkland, við franska tungu og menningu.“ Hún bætir við að aðstandendurnir séu afar glaðir með framkvæmdina og aðsóknina. „Nú vinnum við að framhaldinu,“ segir hún. „Nú er fleira sem sameinar okkur, ef við viljum það,“ bætir Olivier við að lokum. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Það var tilkomumikil sjón þegar götuleikhúsið Royal de Luxe sprengdi höfuð risans mislynda í loft upp og risessan sigldi úr Reykjavíkurhöfn. Þá var létt yfir mannskapnum sem undanfarna þrjá mánuði hefur staðið fyrir franska vorinu á Íslandi. Meðal kátustu gestanna um borð í varðskipinu Óðni á laugardaginn voru franski sendiherrann Nicole Michelangeli og Olivier Poivre d’Arvor sem kom að skipulagningu menningarkynningarinnar Pourquoi Pas? fyrir hönd Cultures France, stofnunar á vegum frönsku utanríkis- og menningarmálaráðuneytanna. Dagskráin var unnin í nánum tengslum við íslensk stjórnvöld en hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tildrög hennar má rekja til samkomulags franskra og íslenskra stjórnvalda frá árinu 2001. „Þegar við fórum af stað byrjuðum við á nafninu, „Pourquoi Pas?“ sem þýðir „hví ekki?“. Í dag getum við fullyrt að spurningin var góð og að svarið sé fólgið í því að við deilum svo mörgu, þessar tvær þjóðir eiga margt sameiginlegt. Þrátt fyrir að vera fjarlæg á landakortinu deilum við reynslu, ástríðu fyrir menningu, listum og sköpun,“ útskýrir Olivier. Aðsóknin að yfir sextíu viðburðum hátíðarinnar var afbragðsgóð að sögn skipuleggjendanna en um hundrað þúsund gestir sóttu hátíðina, sem verður ekki síst minnst fyrir uppákomuna í gær þegar þúsundir manna sáu sjónarspil ofvöxnu feðginanna í miðbænum. Olivier kveðst stoltur og hamingjusamur yfir því að hafa verið þátttakandi í verkefninu sem hefur áorkað miklu. „Nú eigum við nýja vini á Íslandi en það er mikilvægt að skipuleggja næstu skref,“ segir hann. Nicole tekur undir mikilvægi þess að byggja á þeim fjölþættu tengslum sem nú hafa skapast milli Íslands og Frakklands. „Þessi hátíð snerist um skemmtunina en framtíðarmarkmið hennar er einnig að efla samskiptin og brúa bilið milli landanna, við viljum að Íslendingar finni fyrir meiri tengslum við Frakkland, við franska tungu og menningu.“ Hún bætir við að aðstandendurnir séu afar glaðir með framkvæmdina og aðsóknina. „Nú vinnum við að framhaldinu,“ segir hún. „Nú er fleira sem sameinar okkur, ef við viljum það,“ bætir Olivier við að lokum.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira