Guðfaðir poppsins 5. júlí 2007 07:15 Sir Peter Blake Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þó kornungir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vinsælli myndlistarmönnum á Bretlandi, er gjarnan kallaður guðfaðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt samfélagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem listamönnum eins og honum úr verkalýðsstétt hefur raunar verið frekar uppsigað við. Hann er úr verkalýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Everly Brothers og Beatles; glímukappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru umróti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opinberum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Umrótið var sökum þess að hann falbauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á allskyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnuskálanum að þar leynist mörg gersemin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið svari hans síðsutu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verkamannastétt: ríkasti myndlistarmaður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælisbarnsins. Eftir hann liggi áhrifamesta listaverk síðustu aldar: umslagið um Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liverpool verður opin til hausts. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þó kornungir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vinsælli myndlistarmönnum á Bretlandi, er gjarnan kallaður guðfaðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt samfélagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem listamönnum eins og honum úr verkalýðsstétt hefur raunar verið frekar uppsigað við. Hann er úr verkalýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Everly Brothers og Beatles; glímukappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru umróti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opinberum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Umrótið var sökum þess að hann falbauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á allskyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnuskálanum að þar leynist mörg gersemin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið svari hans síðsutu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verkamannastétt: ríkasti myndlistarmaður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælisbarnsins. Eftir hann liggi áhrifamesta listaverk síðustu aldar: umslagið um Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liverpool verður opin til hausts.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira