Guðfaðir poppsins 5. júlí 2007 07:15 Sir Peter Blake Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þó kornungir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vinsælli myndlistarmönnum á Bretlandi, er gjarnan kallaður guðfaðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt samfélagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem listamönnum eins og honum úr verkalýðsstétt hefur raunar verið frekar uppsigað við. Hann er úr verkalýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Everly Brothers og Beatles; glímukappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru umróti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opinberum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Umrótið var sökum þess að hann falbauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á allskyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnuskálanum að þar leynist mörg gersemin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið svari hans síðsutu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verkamannastétt: ríkasti myndlistarmaður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælisbarnsins. Eftir hann liggi áhrifamesta listaverk síðustu aldar: umslagið um Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liverpool verður opin til hausts. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þó kornungir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vinsælli myndlistarmönnum á Bretlandi, er gjarnan kallaður guðfaðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt samfélagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem listamönnum eins og honum úr verkalýðsstétt hefur raunar verið frekar uppsigað við. Hann er úr verkalýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Everly Brothers og Beatles; glímukappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru umróti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opinberum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Umrótið var sökum þess að hann falbauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á allskyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnuskálanum að þar leynist mörg gersemin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið svari hans síðsutu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verkamannastétt: ríkasti myndlistarmaður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælisbarnsins. Eftir hann liggi áhrifamesta listaverk síðustu aldar: umslagið um Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liverpool verður opin til hausts.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira