Gæti skapað meiri verðmæti en útrás bankanna 8. apríl 2007 16:08 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, segir Íslendinga í algerri forystu í heiminum í nýtingu jarðvarma og að þeir hafi allar forsendur til að leiða uppbyggingu meðal þjóða á umhverfisvænni orku. Forsetinn er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann átti fundi með forystumönnum beggja deilda Bandaríkjaþings, vísindamönnum og forráðamönnum þriggja stærstu háskóla Bandaríkjanna. Þetta sagði Ólafur Ragnar í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann sagði ferðina til Bandaríkjanna hafa verið einkar árangursríka og í samræðum sínum hafi hann fundið nýja tegund af ákafa og áhuga manna á að nýta sér reynslu Íslendinga við nýtingu jarðvarma og á að kanna rækilega hvernig Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir geti nýtt sér kunnáttu okkar á þessu sviði. ,,Þannig gætu íslendingar hugsanlega átt veigamikinn þátt í því að breyta orkukerfi Bandaríkjanna og annarra þjóða í átt að hreinni orku og að þessir miklir leiðtogar, skyldu taka þessu svona vel var mjög jákvætt" sagði Ólafur. Um sjötíu þjóðir í heiminum búa yfir jarðvarma, en hafa ekki sömu þekkingu og Íslendingar í nýtingu hennar og rekstri orkuvera þeim tengdum. Mikinn jarðhita er að finna á fjölmörgum stöðum í Bandaríkjunum en hún er sama sem ekkert nýtt. Ólafur Ragnar átti meðal annars fund með ráðamönnum í orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna en þar er mikill áhugi fyrir því að nýta ser þessa reynslu Íslendinga. ,,Það mun koma sendinefnd frá orkumálaráðuneytinu hingað í sumar til að kynna sér reynslu Íslendinga á þessu sviði og það er mikil tíðindi fyrir okkur Íslendinga en það er líka vitniburður hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum og kannski líka jákvætt að þegar samstarfi okkar um varnir er lokið þá skuli þessar tvær þjóðir vera á góðri leið með að hefja öflugt samstarf á sviði hreinnar orku" Ólafur sagði það mikið lán fyrir okkur Íslendinga að aðrar þjóðir skuli fram að þess haft lítinn áhuga á að nýta sér jarðhitann. Fyrir vikið séu Íslendingar í algerri forrystu. ,,Þess vegna höfum við getað byggt hérna upp í rólegheitunum frábæra tæknikunnáttu og rekstrarkunnáttu á þessu sviði og það er engin önnur þjóð í heiminum sem skákar okkur í þessum efnum, við erum algjör forrystuþjóð" Ólafur sagði þetta skapa gríðarleg sóknarfæri fyrir íslenskar orkustofnanir, banka, vísindasamfélagið og fleira stofnanir sem að þessu málum koma. Hann sagði að að ef við nýtum tækifærin vel þá geti orkuútrás Íslendinga skapað meiri verðmæti en útrás bankanna. ,,Ef okkur ber gæfa til að tengja saman háskólana, vísindasamfélagið, bankana, fjárfestingafélögin og orkustofnanir þá fullyrði ég að við getum haft meiri tekjur af þessari orkuútrás heldur en af útrás bankanna" Í ferð Ólafs um Bandaríkin hitti hann einnig forsvarmenn fjögurra virtra háskóla með það að leiðarljósi að efla og koma á samstarfi þeirra við íslenska vísindamenn. Að hans mati er vísindasamstarf lykilatriði þess að árangur náist í hagstjórn, velferð og farsæld á komandi árum. Þess vegna hafi hann lagt áherslu á byggja upp slík tengsl. Hann segir að í ferð sinni nú hafi náðst verulegur árangur en nú verði íslenska vísindasamfélagið standa vel að málum. ,,Þá finnst mér líka mikilvægt að við hér á Íslandi tökum saman höndum, allir háskólarnir um að nýta þessa möguleika en látum þá ekki koðna niður í einhvernju innbyrðis togstreitu milli háskólanna hérna heima" Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, segir Íslendinga í algerri forystu í heiminum í nýtingu jarðvarma og að þeir hafi allar forsendur til að leiða uppbyggingu meðal þjóða á umhverfisvænni orku. Forsetinn er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann átti fundi með forystumönnum beggja deilda Bandaríkjaþings, vísindamönnum og forráðamönnum þriggja stærstu háskóla Bandaríkjanna. Þetta sagði Ólafur Ragnar í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann sagði ferðina til Bandaríkjanna hafa verið einkar árangursríka og í samræðum sínum hafi hann fundið nýja tegund af ákafa og áhuga manna á að nýta sér reynslu Íslendinga við nýtingu jarðvarma og á að kanna rækilega hvernig Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir geti nýtt sér kunnáttu okkar á þessu sviði. ,,Þannig gætu íslendingar hugsanlega átt veigamikinn þátt í því að breyta orkukerfi Bandaríkjanna og annarra þjóða í átt að hreinni orku og að þessir miklir leiðtogar, skyldu taka þessu svona vel var mjög jákvætt" sagði Ólafur. Um sjötíu þjóðir í heiminum búa yfir jarðvarma, en hafa ekki sömu þekkingu og Íslendingar í nýtingu hennar og rekstri orkuvera þeim tengdum. Mikinn jarðhita er að finna á fjölmörgum stöðum í Bandaríkjunum en hún er sama sem ekkert nýtt. Ólafur Ragnar átti meðal annars fund með ráðamönnum í orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna en þar er mikill áhugi fyrir því að nýta ser þessa reynslu Íslendinga. ,,Það mun koma sendinefnd frá orkumálaráðuneytinu hingað í sumar til að kynna sér reynslu Íslendinga á þessu sviði og það er mikil tíðindi fyrir okkur Íslendinga en það er líka vitniburður hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum og kannski líka jákvætt að þegar samstarfi okkar um varnir er lokið þá skuli þessar tvær þjóðir vera á góðri leið með að hefja öflugt samstarf á sviði hreinnar orku" Ólafur sagði það mikið lán fyrir okkur Íslendinga að aðrar þjóðir skuli fram að þess haft lítinn áhuga á að nýta sér jarðhitann. Fyrir vikið séu Íslendingar í algerri forrystu. ,,Þess vegna höfum við getað byggt hérna upp í rólegheitunum frábæra tæknikunnáttu og rekstrarkunnáttu á þessu sviði og það er engin önnur þjóð í heiminum sem skákar okkur í þessum efnum, við erum algjör forrystuþjóð" Ólafur sagði þetta skapa gríðarleg sóknarfæri fyrir íslenskar orkustofnanir, banka, vísindasamfélagið og fleira stofnanir sem að þessu málum koma. Hann sagði að að ef við nýtum tækifærin vel þá geti orkuútrás Íslendinga skapað meiri verðmæti en útrás bankanna. ,,Ef okkur ber gæfa til að tengja saman háskólana, vísindasamfélagið, bankana, fjárfestingafélögin og orkustofnanir þá fullyrði ég að við getum haft meiri tekjur af þessari orkuútrás heldur en af útrás bankanna" Í ferð Ólafs um Bandaríkin hitti hann einnig forsvarmenn fjögurra virtra háskóla með það að leiðarljósi að efla og koma á samstarfi þeirra við íslenska vísindamenn. Að hans mati er vísindasamstarf lykilatriði þess að árangur náist í hagstjórn, velferð og farsæld á komandi árum. Þess vegna hafi hann lagt áherslu á byggja upp slík tengsl. Hann segir að í ferð sinni nú hafi náðst verulegur árangur en nú verði íslenska vísindasamfélagið standa vel að málum. ,,Þá finnst mér líka mikilvægt að við hér á Íslandi tökum saman höndum, allir háskólarnir um að nýta þessa möguleika en látum þá ekki koðna niður í einhvernju innbyrðis togstreitu milli háskólanna hérna heima"
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira