Fransmenn og fjölskyldufjör 19. apríl 2007 12:00 Ætli þau séu að lesa franska bók? Í viku bókarinnar verður heilmikið húllumhæ fyrir alla fjölskylduna í Borgarbókasafninu. Borgarbókasafnið fagnar Viku bókarinnar með fjölbreyttri dagskrá um alla borg. Í dag verður til dæmis efnt til fjölskylduhátíða á vegum safnsins í Árbæ og Grafarvogi auk þess sem heilmikið verður um að vera í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Þar verða Bókaverðlaun barnanna afhent og leikarar úr sýningunni Abbababb! líta inn og skemmta gestum. Á fyrstu hæðinni verður ennfremur opnuð sýning á verkum eftir nemendur í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Á sunnudaginn kl. 15 stendur safnið fyrir bókmenntagöngu um miðbæinn fyrir börn á aldrinum 5-11 ára þar sem rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Sigrún Eldjárn mun mæta og spjalla við göngufólk um kynni sín af Tjörninni. Mánudagssíðdegið, á sjálfum degi bókarinnar, verður síðan með frönsku ívafi en þarlendar bókmenntir eru í öndvegi þessi misserin. Þá mæta rithöfundarnir Gerður Kristný og Sigurður Pálsson í Grófarhúsið og segja frá kynnum sínum af Frakklandi. Þá syngur Sigríður Thorlacius frönsk lög við undirleik Steingríms Karls Teague. Dagskráin á mánudaginn hefst kl. 17.30. Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Borgarbókasafnið fagnar Viku bókarinnar með fjölbreyttri dagskrá um alla borg. Í dag verður til dæmis efnt til fjölskylduhátíða á vegum safnsins í Árbæ og Grafarvogi auk þess sem heilmikið verður um að vera í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Þar verða Bókaverðlaun barnanna afhent og leikarar úr sýningunni Abbababb! líta inn og skemmta gestum. Á fyrstu hæðinni verður ennfremur opnuð sýning á verkum eftir nemendur í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Á sunnudaginn kl. 15 stendur safnið fyrir bókmenntagöngu um miðbæinn fyrir börn á aldrinum 5-11 ára þar sem rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Sigrún Eldjárn mun mæta og spjalla við göngufólk um kynni sín af Tjörninni. Mánudagssíðdegið, á sjálfum degi bókarinnar, verður síðan með frönsku ívafi en þarlendar bókmenntir eru í öndvegi þessi misserin. Þá mæta rithöfundarnir Gerður Kristný og Sigurður Pálsson í Grófarhúsið og segja frá kynnum sínum af Frakklandi. Þá syngur Sigríður Thorlacius frönsk lög við undirleik Steingríms Karls Teague. Dagskráin á mánudaginn hefst kl. 17.30.
Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira